Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

74. fundur 02. september 2019 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Diljá Helgadóttir boðaði forföll og Þorgeir Bjarnason sat fundinn í hennar stað.

1.Viðbygging við íþróttamiðstöð á Siglufirði

Málsnúmer 1908051Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum dagskrárlið. Fulltrúar frá AVH arkitektúr - verkfræði - hönnun voru gestir fundarins og kynntu tillögur að viðbyggingu við íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði. Viðbyggingin mun bæta aðgengi að íþróttahúsi, sundlaug og líkamsrækt þannig að eftir breytingar verði aðgengi fyrir alla.

2.Vetraropnun íþróttamiðstöðva 2019-2020

Málsnúmer 1908058Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum dagskrárlið.
Forstöðumaður fór yfir tillögu að vetraropnun íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
Vetraropnun verður auglýst.

3.Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2019 - 2020

Málsnúmer 1908061Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri kynnti starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2019-2020.

4.Neon, starfið 2019-2020

Málsnúmer 1908059Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir fyrirhugað starf í félagsmiðsstöðinni í vetur. Verið er að auglýsa eftir umsjónarmanni og leiðbeinendum. Starfið í vetur verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Opið verður tvö kvöld í viku. Stefnt er að því að starf félagsmiðstöðvarinnar hefjist í vikunni 16. - 20. september.

Fundi slitið - kl. 18:30.