Fræðslufundur um geðheilbrigði barna og unglinga

Málsnúmer 1304020

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 09.04.2013

Félagsþjónusta Fjallabyggðar stóð fyrir fræðslufundi um geðheilbrigði barna og unglinga 3. apríl síðast liðinn. Sálfræðingar frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölluðu um um geðheilbrigði barna og unglinga. Fræðslufundurinn var tvískiptur, annars vegar fyrir starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar og hins vegar fyrir foreldra og aðstandendur.
Aðsókn var einstaklega góð, 100% mæting frá starfsfólki skólans og auk þess mættu 30 manns á þann hluta sem ætlaður var foreldrum og aðstandendum.