Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

130. fundur 12. mars 2021 kl. 12:00 - 12:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Málsnúmer 2103009Vakta málsnúmer

Erindi frá Jafnréttisstofu um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Alþingi hefur samþykkt tvenn ný lög sem leysa af hólmi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nýju lögin eru: Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og Lög um um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020. Áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum skulu nú taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns, heldur óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Jafnréttisstofa hvetur sveitarfélög til að nýta vel þann tíma sem er fram til sveitarstjórnakosninga vorið 2022 til að undirbúa gerð nýrra áætlana í jafnréttismálum.

2.Samstarfssamningur vegna Húss eldri borgara í Ólafsfirði

Málsnúmer 2010088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi um afnot félagsþjónustu Fjallabyggðar af Húsi eldri borgara í Ólafsfirði sem og breytingatillaga Félags eldri borgara við drögin. Málið er í áframhaldandi vinnslu.

3.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 1802077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

5.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2012028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:40.