Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Málsnúmer 2103009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 687. fundur - 09.03.2021

Lagt fram erindi Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2021 er varðar áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 12.03.2021

Erindi frá Jafnréttisstofu um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Alþingi hefur samþykkt tvenn ný lög sem leysa af hólmi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nýju lögin eru: Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og Lög um um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020. Áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum skulu nú taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns, heldur óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Jafnréttisstofa hvetur sveitarfélög til að nýta vel þann tíma sem er fram til sveitarstjórnakosninga vorið 2022 til að undirbúa gerð nýrra áætlana í jafnréttismálum.