Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

57. fundur 30. ágúst 2011 kl. 15:00 - 15:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Árnadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Akstursþjónusta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1103024Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður úr verðkönnun vegna akstursþjónustu fyrir félagsþjónustu Fjallabyggðar og akstur 4. bekkjar grunnskólans í íþróttahúsið á Siglufriði.
Svör bárust frá Norðurfrakt ehf. kr. 2.112.000 og Suðurleiðum ehf.  kr. 8.840.000. 
Félagsmálanefnd leggur til að akstursfyrirkomulagið verði óbreytt að svo stöddu.

2.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2011

Málsnúmer 1102072Vakta málsnúmer

Staðfest

Fundargerð Starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 04.08.2011 lögð fram.
Félagsmálanefnd staðfestir fundargerðina.

3.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1108037Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað

Afgreiðslu frestað.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1107060Vakta málsnúmer

Samþykkt.

5.Beiðni um afhendingu jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 1108041Vakta málsnúmer

Staðfest

Jafnréttisstofa óskar eftir afhendingu jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun. Vinna við gerð jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins stendur yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í nóvembermánuði.
Félagsmálastjóra er falið að svara erindi Jafnréttisstofu.

6.Erindisbréf félagsmálanefndar - uppfærsla

Málsnúmer 1102029Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd leggur til að í kaflann ,,boðun funda félagsmálanefndar og dagskrá“ komi inn setningin: ,,Boða skal til aukafundar að ákvörðun formanns eða a.m.k. tveir nefndarmenn óska þess.“  Í kaflanum um kosningu félagsmálanefndar og kaflann ,,starfshættir félagsmálanefndar", komi inn ákvæði um seturétt áheyrnarfulltrúa. 
Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við erindisbréfið.

7.Ástandsmat á Lindargötu 2

Málsnúmer 1108021Vakta málsnúmer

Tæknideild Fjallabyggðar hefur gert skýrslu um ástand fasteignarinnar að Lindargöt 2, sambýli fatlaðra. Ástandsmatið varðar almennt ástand fasteignarinnar, en tekur ekki mið af þeim breytingum sem þurfa að fara fram til að húsnæðið uppfylli reglugerð og stefnu um einkarými fólks. 
Skýrslan hefur verði send Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

8.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs um þetta mál frá 23.08.2011.
Félagsmálanefnd er samþykk bókun bæjarráðs.

9.Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2010

Málsnúmer 1108007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Ársskýrsla um þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu 2010

Málsnúmer 1108020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 27.07.2011

Málsnúmer 1107091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 23.08.20111

Málsnúmer 1108063Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.