Erindisbréf félagsmálanefndar - uppfærsla

Málsnúmer 1102029

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 21.06.2011

Lagðar fram breytingar á erindisbréfi félagsmálanefndar, þar sem nokkur atriði eru færð til samræmis við samþykkt um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar. Afgreiðslu frestað.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 30.08.2011

Félagsmálanefnd leggur til að í kaflann ,,boðun funda félagsmálanefndar og dagskrá“ komi inn setningin: ,,Boða skal til aukafundar að ákvörðun formanns eða a.m.k. tveir nefndarmenn óska þess.“  Í kaflanum um kosningu félagsmálanefndar og kaflann ,,starfshættir félagsmálanefndar", komi inn ákvæði um seturétt áheyrnarfulltrúa. 
Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við erindisbréfið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 233. fundur - 25.10.2011

Bæjarráð telur eðlilegt og leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á erindisbréfi félagsmálanefndar til samræmis við samþykktir um stjórn og fundarköp Fjallabyggðar.

1. Félagslegt húsnæði.

Í kaflanum málaflokkar og verkefni bætist við upptalninguna,"félagslegt húsnæði" og "úthlutun á félagslegu húsnæði".

2. Orðalagsbreyting:

Í kaflanum Stofnanir sem heyra undir félagamálanefnd kemur "Búsetuþjónusta fatlaðra" í stað Sambýlis. Vísað er í reglugerð nr.1054.

3. Tilvísun lagaákvæða.

Í kaflanum Lagaákvæði og heimildir, bætist við í upptalningu "lög um málefni aldraðra nr. 50/1991 og leiðrétt laganúmer og ártal, laga um jafnan rétt kvenna og karla.

Ofanritað samþykkt samhljóða.

En tillaga um boðun funda og um seturétt áheyrnarfulltrúa var felld með tveimur atkæðum, en Sólrún greiddi atkvæði með tillögunni.