Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

51. fundur 11. janúar 2011 kl. 16:00 - 16:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Þjónusta við aldraða, upplýsingabæklingur

Málsnúmer 1101034Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir að fela starfsmönnum félagsþjónustunnar að útbúa kynningar- og upplýsingabækling fyrir öldrunarþjónustu sveitarfélagsins.

2.Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, aðkeypt þjónusta

Málsnúmer 1101046Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri upplýsti nefndina um stöðu mála varðandi aðkeypta þjónustu frá eldhúsi Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar vegna dagvistar aldraðra í Skálarhlíð og heimsendingu matar.  Í ljósi þess að HSF hefur sagt upp samkomulagi um matarþjónustuna er félagsmálastjóra falið að gera verðkönnun meðal þjónustuaðila í Fjallabyggð, sem eru til þess bærir að veita þessa þjónustu.  Áætlaður kostnaður er undir þeim mörkum sem kveðið er á um sem útboðsskyld þjónusta í innkaupareglum Fjallabyggðar.

3.Uppfærð grunnfjárhæð vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1101047Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað

Fyrir liggur bréf frá velferðarráðherra þar sem þeim tilmælum er beint til sveitarstjórna að hækka grunnfjárhæð framfærsluaðstoðar til samræmis við atvinnuleysisbætur.  Afgreiðslu málsins frestað til næsta reglulega fundar nefndarinnar.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1101048Vakta málsnúmer

Samþykkt

Umsókn samþykkt.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1012085Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt.

6.Viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta

Málsnúmer 1101037Vakta málsnúmer

Velferðarráðuneytið tilkynnir að frá og með 1. janúar 2011 er uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta kr. 6.063.975.

7.Samkomulag um framlög til Varasjóðs húsnæðismála

Málsnúmer 1012093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Varasjóðs húsnæðismála dags. 21. desember 2010 um samkomulag um framlög til Varasjóðs húsnæðismála.

8.Tekju- og eignamörk skv. reglugerð um lánveitingar til leiguíbúða

Málsnúmer 1101036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Velferðarráðuneytinu um ný tekju og eignamörk við lánveitingar til leiguíbúða.  Viðmiðunarmörk 16. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun leiguíbúða uppfærist í samræmi við tilkynningu ráðuneytisins.

9.Heimasíða dagþjónustu aldraðra í Skálarhlíð

Málsnúmer 1101035Vakta málsnúmer

Tekin hefur verið í gagnið heimasíða fyrir dagþjónustu aldraðra í Skálarhlíð.  Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um starfsemi dagþjónustunnar og Skálarhlíðar.  Slóðin á heimasíðuna er http://dag.fjallabyggd.is/

10.Fundargerð þjónustuhóps SSNV, frá 06.01.2011

Málsnúmer 1101043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.