Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, aðkeypt þjónusta

Málsnúmer 1101046

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 11.01.2011

Félagsmálastjóri upplýsti nefndina um stöðu mála varðandi aðkeypta þjónustu frá eldhúsi Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar vegna dagvistar aldraðra í Skálarhlíð og heimsendingu matar.  Í ljósi þess að HSF hefur sagt upp samkomulagi um matarþjónustuna er félagsmálastjóra falið að gera verðkönnun meðal þjónustuaðila í Fjallabyggð, sem eru til þess bærir að veita þessa þjónustu.  Áætlaður kostnaður er undir þeim mörkum sem kveðið er á um sem útboðsskyld þjónusta í innkaupareglum Fjallabyggðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15.02.2011

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir verðfyrirspurn meðal þjónustuaðila vegna kaupa á heitum mat fyrir öldrunarþjónustuna.  Frestur til að skila inn svörum var til 31. janúar s.l.  Engin svör bárust.  Félagsmálanefnd samþykkir að fyrirkomulag þjónustunnar verði með óbreyttu sniði enn um sinn.