Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

50. fundur 21. desember 2010 kl. 15:00 - 15:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, endurskoðun leigusamninga

Málsnúmer 1012080Vakta málsnúmer

a)      Félagsmálanefnd samþykkir að fela starfshópi um úthlutun leiguíbúða að kalla eftir upplýsingum um tekjur og eignir leigjenda í leiguíbúðum í eigu Fjallabyggðar.  Er þessi ákvörðun í samræmi við ákvæði 29. og 30. gr. reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar.

b)      Félagsmálanefnd samþykkir að húsaleiga í Skálarhlíð, íbúðum aldraða verði greidd fyrir fram, til samræmis við aðrar húsaleigugreiðslur á vegum Fjallabyggðar.  Breytingin komi til framkvæmda um mánaðarmótin janúar/febrúar næstkomandi.

2.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir leiguíbúðir  í eigu Fjallabyggðar lagt fram.  Eftir umræður um málið leggur nefndin til við bæjarstjórn að allt að 17 íbúðir, skv. nánari útfærslu, verði settar á söluskrá á næsta ári.  Jafnframt leggur nefdin til að í þeim tilvikum sem íbúðir kunna að verða auglýstar til sölu, verði núverandi íbúum boðin forkaupsréttur af íbúðunum.

3.Þjónustusamningur SSNV um þjónustu við fatlaða

Málsnúmer 1012061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar drög að þjónustusamningi sveitarfélaga vegna samstarfs um málefni fatlaðra.

4.Trúnaðarmál, umsókn um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1009197Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt.

5.Trúnaðarmál, umsókn um styrk

6.Trúnaðarmál, Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála nr.10/2010

Málsnúmer 1010053Vakta málsnúmer

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hefur kveðið upp úrskurð í máli nr. 10/2010.  Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að málinu er vísað frá.

7.Skálarhlíð, skýrsla um brunavarnir

Málsnúmer 1012032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla slökkviliðsstjóra um brunavarnir í Skálarhlíð.  Samþykkir nefndin að óska eftir kostnaðarmati frá skipulags- og byggingarfulltrúa, vegna þeirra úrbóta sem farið er fram á í skýrslunni.

8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra

Málsnúmer 1012069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð þjónustuhóps SSNV, frá 14.12.2010

Málsnúmer 1012060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.