Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

38. fundur 03. febrúar 2010 kl. 12:00 - 13:30 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hörður Ólafsson aðalmaður
  • Vibekka Arnardóttir aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir formaður
  • Sigurður Jóhannesson aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir Félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Málefni fatlaðra Fjallabyggð

Málsnúmer 1001044Vakta málsnúmer

Staðfest

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi stækkun starfssvæðis byggðasamlags SSNV um málefni fatlaðra, til Ólafsfjarðar.  Gert er ráð fyrir að gengið verði frá viðaukasamningi við núverandi þjónustusamning félags- og tryggingamálaráðuneytis og SSNV á næstu dögum.  Horft er til þess að viðaukasamningur vegna þjónustu í Ólafsfirði verði til eins árs þ.e. frá 1. janúar til 31. desember 2010.

2.Húsaleigubætur - Uppreiknuð eignamörk

Málsnúmer 1001041Vakta málsnúmer

Staðfest

Frá og með 1. janúar 2010 er uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta kr. 5.918.453.

3.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1002006Vakta málsnúmer

Samþykkt

Samþykkt.

4.Bæklingurinn Eflum lýðræðið Konur í sveitarstjórn

Málsnúmer 1001086Vakta málsnúmer

Lagt fram

 Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 15.01.2010

Málsnúmer 1002002Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:30.