Bæjarstjórn Fjallabyggðar

129. fundur 30. mars 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum S. Guðrúnu Hauksdóttur, D lista, sem boðaði forföll.
Í hennar stað mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson.

1.Ársreikningur Fjallabyggðar 2015

Málsnúmer 1603083Vakta málsnúmer

Á fund bæjarstjórnar kom endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G. Þorsteinsson og fór yfir endurskoðunarskýrslu.
Bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson fór yfir lykiltölur í ársreikningi Fjallabyggðar fyrir árið 2015.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2015 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 2.278,6 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 220,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 2.375,6 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.742,6 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 187,1 millj. kr.

Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.