Bæjarstjórn Fjallabyggðar

102. fundur 04. júní 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti, Ingvar Erlingsson setti 102. fund bæjarstjórnar Fjallabyggðar og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 341. fundur - 22. maí 2014

Málsnúmer 1405007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 341. fundur - 22. maí 2014
    Á 101.  fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 20. maí var máli nr. 1403005 vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs, en um er að ræða starf yfirhafnarvarðar.
    Lögð fram skýrsla frá Capacent þar sem fram kemur m.a. að tekin voru greiningarviðtöl við níu umsækjendur um stöðu yfirhafnarvarðar.
    Að þeim viðtölum loknum voru aftur tekin viðtöl við þá fimm umsækjendur sem þóttu uppfylla hæfniskröfurnar best.
    Niðustaða Capacent var að Þorbjörn Sigurðsson uppfyllti best þær kröfur sem gerðar eru. Hæfni Þorbjarnar var rökstudd í greinargerð Capacent.
    Bæjarráð samþykkir að ráða Þorbjörn Sigurðsson hafnarvörð í starf yfirhafnarvarðar frá 1. júní 2014.

    Í framhaldi af ofanrituðu er hafnarstjóra falið að auglýsa starf hafnarvarðar laust til umsóknar.
    Frestur til að sækja um starfið er til fimmtudagsins 12. júní n.k.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Endanleg afgreiðsla 341. fundar bæjarráðs lögð fram  til kynningar á 102. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014

Málsnúmer 1405008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Vegna flutnings á bókasafninu Ólafsfirði er ljóst að auka þarf við starfshlutfall á staðnum í sumar. Fjárveiting er til staðar. Forstöðumður safnsins, í samráði við markaðs- og menningarnefnd, hefur samþykkt að safnið verði lokað í júlí á meðan verið er að fara yfir safnið flokka og greina, en á sama tíma er verið að lagfæra húsnæðið að Ólafsvegi 4 fyrir nýtt bókasafn.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur er varðar undirbúning og flutning á safninu í Ólafsveg 4.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Lagt fram tilboð frá Advania í breytingu á upplýsingstækniþjónustu fyrir Fjallabyggð.
    Áætlað er að gera umræddar breytingar í haust.
    Kostnaðarbreyting á hýsingarhlutann er rúmlega 33 þúsund kr. án vsk á mánuði.
    Áætluð hækkun á hýsingarkostnaði er metin minni en sú hagræðing sem fæst af endurskipulagningu Microsoft leyfismála og notkunar Office 365 skýþjónustunnar.
    Ekki þarf að gera breytingar á fjárhagsáætlun er þetta mál varðar.

    Bæjarráð samþykkir fram komna breytingu á þjónustusamningi og innleiðingu á breyttu tölvuumhverfi og hýsingu bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Á 337. fundi bæjarráðs 16. apríl 2014 var kynnt tilboð frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf, er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um komu erlendra ferðamanna til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013 við Eyjafjarðarsvæðið.
    Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið.
    Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
    Lagt fram minnisblað frá markaðs- og menningarfulltrúa en þar kemur fram að;
    Á umræddum fundi markað- og menningarnefndar þann 5. maí sl. var farið nokkuð ítarlega yfir málið.
    Á fundi vinnuhóps um ferðastefnu hefur verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélagið hafi upplýsingar sem þessar á reiðum höndum til að geta sett sér mælanleg markmið til lengri tíma og hvort sveitarfélagið sé að ná árangri í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Í væntanlegri ferðastefnu verða sett upp verkefni/áherslur til næstu fjögurra ára og komur ferðamanna til sveitarfélagsins er einn mælikvarði. Erfitt getur reynst að setja fram raunhæf markmið ef ekki eru til upplýsingar um stöðuna eins og hún er í dag eða var t.d. fyrir Héðinsfjarðargöng.
    Markaðs- og menningarfulltrúi hefur spurst fyrir hjá öðrum sveitarfélögum hvort þau hafa verið að nýta sér þjónustu Rannsóknar og ráðgjafar og hafa sum hver gert það og lýst yfir mikilli ánægju með vinnubrögð fyrirtækisins og framsetningu gagna.
    Í ljósi þessa leggur hann áherslu á að gengið verði að tilboði fyrirtækisins.
    Samþykkt, en áætlaður kostnaður er kr. 260.000.- Til ráðstöfunar hjá markaðs- og menningarnefnd eru 100.000.-. Bæjarstjóra er falið að setja upp viðauka sem nemur 160.000.- fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Lagt fram samkomulag vegna Erlubergs ehf., kt. 440169-5709, um yfirtöku á lóðinni Gránugötu 12.
    Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið.
    Samþykkt samhljóða. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir afhendingu á húsnæðinu Sigurhæðum og þar með flutningi á hluta af húsnæðinu undir safn til Sigurhæða ses.
    Búið er að tæma efri hæðina og kom þjónustumiðstöð að þeirri framkvæmd. Til viðbótar voru  þrír unglingar fengnir til aðstoðar.  
    Áætlaður heildarkostnaður er til skoðunar og má gera ráð fyrir sambærilegum kostnaði við tæmingu neðri hæðar.
    Til viðbótar er gert ráð fyrir tækjakostnaði, sem og reiknuðum kostnaði vegna þjónustu frá þjónustumiðstöð.
    Bæjarstjóra er falið að ganga frá uppsetningu á viðauka fyrir fund í bæjarstjórn.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Fyrir um 50 árum komu tveir ungir Ítalir til Siglufjarðar til að stofna tengsl milli bæjarfélagsins og þeirra heimabæjar á Ítalíu.
    Nú eru þeir væntanlegir í sumar og mun bæjarstjóri taka á móti þeim þann 4, júlí n.k.
    Lagt fram til kynningar. Bæjarráð bíður þá velkomna til Fjallabyggðar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 2.8 1405032 Trúnaðarmál -
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Fram er kominn ósk landeigenda, Stefáns Einarssonar um að sent verði formlegt erindi frá bæjarráði Fjallabyggðar til Siglingasviðs Vegagerðar ríkisins er varðar endurupptöku fjárveitinga ríkisins til sjóvarna á Siglunesi.
     
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umrætt erindi. Bæjarráð ítrekar  hins vegar að ekkert fjármagn er á áætlun ársins og framkvæmdarleyfi liggur ekki fyrir.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Lagt fram rekstraryfirlit  fyrir þrjá fyrstu mánuðina.
    Rekstrarniðurstaða tímabils er 3,8 m.kr. lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, varð -38,6 m.kr. miðað við -42,4 m.kr í áætlun.
    Tekjur eru lægri um 13,5 m.kr, gjöld lægri um 13,7 m.kr. og fjármagnsliðir 4,0 m.kr. hærri.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.11 1405050 Sláttur og hirðing
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27. maí 2014
    Bæjarráð felur tæknideild bæjarfélagsins að auglýsa eftir aðilum til að sinna slætti á opnum svæðum bæjarfélagsins og eða slætti og hirðingu garða hjá íbúum 67 ára og eldri. Niðurstaða tæknideildar liggi fyrir 10. júní.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar bæjarráðs staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014

Málsnúmer 1405009FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Steingrímur Jónsson fyrir hönd Rarik ohf sækir um framlengingu á stöðuleyfi á bráðabirgðaspennistöð sem stendur á horni Hávegs og Hverfisgötu á Siglufirði til 30. júní 2015, meðan unnið sé með Fjallabyggð til að finna varanlega lausn á málinu sem allir aðilar geti verið sáttir við.
     
    Á 165. fundi nefndarinnar var framlengingu stöðuleyfis um eitt ár til viðbótar hafnað og ítrekað að varanleg lausn yrði lögð fram fyrir 30. júní 2014.
     
    Nefndin hefur ekki orðið þess vör að samstarfsvilji sé fyrir hendi hjá Rarik um leiðir til að finna varanlega lausn á málinu og ítrekar því aftur að varanleg lausn verði lögð fram fyrir 30. júní næstkomandi.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Þorbjörn Sigurðsson.<BR>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Lögð fram gjaldskrá fyrir frístundalóðir í landi Fjallabyggðar.
     
    Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sigurður Hlöðvesson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.</DIV><DIV>Bæjarstjóri bar upp tillögu um breytingu á 2. grein, þannig að úthlutunargjald lóðar væri óafturkræft.<BR>Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.</DIV><DIV>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar svo breytt, staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Á 337. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lagði bæjarráð til að sett yrði saman greinargerð um fyrirhugaða alhliða þjónustumiðstöð á tanganum.
     
    Lögð er fram tillaga að breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi Vesturtanga. Búið er að sameina lóðirnar Vesturtanga 18 og 20 í eina lóð, Vesturtanga 18 sem verður 4083 m2 að stærð eftir breytingu. Innan byggingarreits A er gert ráð fyrir þjónustumiðstöð ásamt afgreiðslustöð fyrir eldsneyti.
    Nefndin telur að breytingin í heild sinni sé óveruleg og að það skuli fara fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
     
    Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna nálægum lóðarhöfum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Álfhildur Stefánsdóttir eigandi að Skútustíg 7 á Saurbæjarási óskar eftir lagfæringu á malarveginum sem liggur að frístundabyggðinni á Saurbæjarás.
     
    Nefndin felur tæknideild að fara í lagfæringu á yfirborði vegarins.
    Bókun fundar <DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.<BR>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Lagður fram tölvupóstur frá Hrafnhildi Eyjólfsdóttur, Alexander Eyjólfssyni og Elsu Walderhaug þar sem þau lýsa óánægju sinni með lóðarleigusamning sem var samþykktur á 144. fundi nefndarinnar í kjölfar bókunar 268. fundar bæjarráðs.
    Nefndin ítrekar bókun bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem fram kemur eftirfarandi: "Bæjarráð telur rétt að gerður sé nýr lóðarleigusamningur varðandi Kirkjuveg 16 Ólafsfirði. Gera þarf nýjan lóðarleigusamning varðandi baklóð er snýr að Strandgötu, við eigendur Kirkjuvegar 16, enda sé um það samkomulag við alla eigendur".
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Kristján E. Hjartarson fyrir hönd eigenda Kirkjuvegar 16 í Ólafsfirði sækir um byggingarleyfi til þess að endurbyggja forstofuinngang sem staðsettur er á suðurhlið hússins. Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja inngangsskúr úr timbri við austurstafn hússins. Að auki stendur til að lagfæra ytra byrði hússins með því að múra húsið að utan eða bárujárnsklæða það.
     
    Nefndin samþykkir fyrirhugaðar breytingar og leggur til að húsið verði múrað þar sem það fellur betur að götumyndinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Sigurbjörn R. Antonsson óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhugðum breytingum á Laugarvegi 34 Siglufirði. Stendur til að byggja forstofu á einni hæð á norðurhlið hússins.
    Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir fullnægjandi teikningum sem og skráningartöflu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Stefán Ö. Stefánsson fyrir hönd Síldarminjasafns Íslands ses sækir um breytingar á áður samþykktum uppdráttum fyrir Snorragötu 14 Siglufirði. Breytingarnar felast í því að lyfta verður sett upp og fyrirkomulag í geymslum breytist sem og staðsetning glugga og útihurða.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Steingrímur J. Garðarsson fyrir hönd AFL-Sparisjóðs sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á Ránargötu 16 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Sótt er um leyfi til að bæta við þremur innveggjum og iðnaðarhurðum á austurhlið hússins.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Jón Hrólfur Baldursson sækir um lóðina Lækjargata 6c Siglufirði til þess að nýta hana undir bílastæði. Er umsóknin lögð fram með fyrirvara um bílfært aðgengi að lóðinni frá Grundargötu.
     
    Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar en bendir á að sækja þarf um leyfi nefndarinnar fyrir framkvæmdum á lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Álfhildur Stefánsdóttir eigandi að Skútustíg 7 á Saurbæjarási sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám sem hún hyggst staðsetja austarlega á lóð sinni og nýta sem hænsnakofa.
     
    Samkvæmt deiliskipulagi Saurbæjaráss er ekki gert ráð fyrir gámum á svæðinu og því hafnar nefndin erindinu. Nefndin bendir hins vegar á að ekki þarf að sækja um leyfi fyrir smáhýsi allt að 10 fermetrar að stærð.
    Bókun fundar <DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.<BR>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Jón Hrólfur Baldursson fyrir hönd Siglufjörður Adventure / Hálendi Íslands ehf sækir um leyfi nefndarinnar til þess að fara með ferðamenn í lítilli rútu upp í Hvanneyrarskál um veginn sem liggur ofan bæjarins. Vegna yfirstandandi framkvæmda í Hafnarfjalli við gerð stoðvirkja yrði haft samráð við framkvæmdaraðilann og ekki farið í þessar ferðir nema með samþykki hans.
     
    Nefndin samþykkir leyfi til þess að fara um veginn ofan bæjarins upp í Hvanneyrarskál og leggur áherslu á að ekki verði farið í þessar ferðar nema í fullu samráði við framkvæmdaraðilann sem vinnur að stoðvirkjagerð í Hafnarfjalli.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Valur Þ. Hilmarsson og Hrafnhildur Ý. D. Vilbertsdóttir eigendur að Kirkjuvegi 12 Ólafsfirði sækja um leyfi til þess að girða á lóðarmörkum í samræmi við aðrar lóðir í götunni.
     
    Nefndin samþykkir leyfi fyrir girðingu á suður- og austurhlið en bendir á að samþykki aðliggjandi lóðarhafa þarf ef girða á við norður- og/eða vesturhlið hússins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Valgerður Jónsdóttir fyrir hönd Norðurlandsskóga óskar eftir afstöðu nefndarinnar til þess, hvort fyrirhuguð skógrækt á Kvíabekk í Ólafsfirði sé framkvæmdaleyfisskyld skv. 1. mgr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Norðurlandsskógar telja fyrirhugaðar skógræktarframkvæmdir samræmast í öllu ákvæðum aðalskipulags Fjallabyggðar.
     
    Nefndin telur að fyrirhuguð skógrækt sé ekki framkvæmdaleyfisskyld.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir mars 2014.
    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 5,4 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 5,7 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 4,6 millj. kr. sem er 82% af áætlun tímabilsins sem var 5,6 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 21,6 millj. kr. sem er 89% af áætlun tímabilsins sem var 24,3 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,3 millj. kr. sem er 96% af áætlun tímabilsins sem var 1,4 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -35,3 millj. kr. sem er 114% af áætlun tímabilsins sem var -31,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 6,9 millj. kr. sem er 122% af áætlun tímabilsins sem var 5,7 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -3,7 millj. kr. sem er 370% af áætlun tímabilsins sem var -1,0 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26. maí 2014
    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir febrúar 2014.
    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 3,6 millj. kr. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 3,3 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 3,4 millj. kr. sem er 82% af áætlun tímabilsins sem var 4,1 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 12,7 millj. kr. sem er 87% af áætlun tímabilsins sem var 14,6 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 1,0 millj. kr. sem er 86% af áætlun tímabilsins sem var 1,2 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -30,3 millj. kr. sem er 147% af áætlun tímabilsins sem var -20,6 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 6,2 millj. kr. sem er 161% af áætlun tímabilsins sem var 3,9 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -4,8 millj. kr. sem er 87% af áætlun tímabilsins sem var -5,5 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 25. fundur - 26. maí 2014

Málsnúmer 1405010FVakta málsnúmer

  • 4.1 1405012 Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 25. fundur - 26. maí 2014
    1. Farið var yfir ýmis atriði úr kosningalögunum. Sérstaklega var rætt um nýjar reglur um aðstoð við kjósendur og þá sem aðstoða.
    2. Ýmis atriði í framkvæmd kosninganna rædd, sérstaklega vegna Sóleyjar sem er ný í kjörstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 102. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 25. fundur - 26. maí 2014

6.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 26. fundur - 30. maí 2014

7.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 26. fundur - 30. maí 2014

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðaukatillögu.

Í tillögu 3 að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 925.000. Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 93.073.000 í stað 93.998.000.
Gert er ráð fyrir aukinni fjárhæð í tengslum við safna- og ferðamál.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 2. júní 2014

Málsnúmer 1405012FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

Að lokinni hefðbundinni dagskrá gaf forseti orðið laust.
Til máls tóku allir bæjarfulltrúar og bæjarstjóri.
Fluttar voru þakkir fyrir ánægjuleg samskipti og samstarf á kjörtímabilinu, nýkjörnum bæjarfulltrúum og starfsmönnum fluttar árnaðaróskir og íbúum sveitarfélagsins óskað alls hins besta.

Fundi slitið - kl. 19:00.