Bæjarstjórn Fjallabyggðar

100. fundur 16. apríl 2014 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ingvar Erlingsson forseti
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
 • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Sigurður Hlöðversson bæjarfulltrúi
 • Guðrún Árnadóttir varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Forseti Ingvar Erlingsson setti 100. fund bæjarstjórnar Fjallabyggðar og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Agli Rögnvaldssyni sem boðaði forföll.
Í hans stað mætti Guðrún Árnadóttir.

1.Þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á starfssvæði Róta bs. á vestanverðu Norðurlandi.

Málsnúmer 1404020Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 99. fundi sínum 9. apríl 2014, með 9 atkvæðum að vísa þjónustusamningi til umfjöllunar á aukafundi bæjarstjórnar.

Með vísun í 3.gr. samþykkta fyrir byggðasamlagið Rætur bs. er lagður fram til staðfestingar þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á starfssvæði Róta bs. á vestanverðu Norðurlandi.
Að samningnum standa Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Til máls tóku Guðrún Árnadóttir og Ingvar Erlingsson.

Samningurinn borinn upp undir atkvæði og samþykktur með 9 atkvæðum.

2.Samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1310046Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 99. fundi sínum 9. apríl 2014, með 9 atkvæðum að vísa breytingartillögu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Forseti gerði grein fyrir þeim athugasemdum sem fram hafa komið milli umræðna.


Breytingartillaga samþykkt með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.