Bæjarstjórn Fjallabyggðar

75. fundur 15. febrúar 2012 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Fasteignagjöld 2012

Málsnúmer 1202039Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir málinu.

Á 246. fundi bæjarráðs lá fyrir minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra í sjö liðum um fasteignagjöld 2012, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
Við fjárhagsáætlunargerð 2012 var samþykkt að álagningarprósentur yrðu óbreyttar frá fyrra ári.
246. fundur bæjarráðs samþykkti að fela bæjarstjóra að semja um endurnýjun samnings um innheimtu vanskilakrafna við Momentum greiðsluþjónustu ehf. og Gjaldheimtunnar ehf.
Einnig samþykkti bæjarráð að taka til umfjöllunar álagningarprósentu á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli, þegar Alþingi hefur lokið umfjöllun um 3. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarráðs með 8 atkvæðum.

2.Deiliskipulag Hóls- og Skarðsdals

Málsnúmer 1010082Vakta málsnúmer

bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir málinu og lagði fram teikningar Bæjarstjóri flutti eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag fyrir Hóls- og Skarðsdal, enda verði eftirtalinna atriða gætt við endanlega hönnun golfvallarins í Hólsdal:

1. Golfkúlum verði aldrei slegið yfir reiðleið.

2. Reiðleiðir verði aðskildar frá annarri umferð eins og kostur er.

3. Gert verði ráð fyrir sérstakri þjónustuleið fyrir skógrækt og önnur útivistarsvæði.

Til máls tók Egill Rögnvaldsson.

Egill Rögnvaldsson og Guðmundur Gauti Sveinsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það er mikið fagnaðarefni að loksins er komin fram heilstæð framtíðaráætlun um uppgræðslu og vonandi uppbyggingu á mikilli útivistarparadís í Hólsdalnum og Skarðsdalnum hér í Siglufirði".

Aðrir bæjarfulltrúar tóku heilshugar undir framkomna bókun.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu með 8 atkvæðum.

3.Tjarnarstígur 3 - útboðs- og samningsskilmálar

Málsnúmer 1201024Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir málinu og fór jafnframt yfir fundargerð byggingarnefndar frá 13. febrúar 2011.
Niðurstaða og bókun nefndarinnar er:
"Það er skoðun byggingarnefndar að bæjarstjórn taki upp viðræður við lægst bjóðanda um stækkun grunnskólans í Ólafsfirði".


Til máls tóku Ingvar Erlingsson, Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum að taka upp viðræður við lægst bjóðanda, Eykt ehf. um stækkun grunnskólans í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 19:00.