Fasteignagjöld 2012

Málsnúmer 1202039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14.02.2012

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra í sjö liðum um fasteignagjöld 2012, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
Við fjárhagsáætlunargerð 2012 var samþykkt að álagningarprósentur yrðu óbreyttar frá fyrra ári.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja um endurnýjun samnings um innheimtu vanskilakrafna við Momentum greiðsluþjónustu ehf. og Gjaldheimtunnar ehf.

Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar álagningarprósentu á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli, þegar Alþingi hefur lokið umfjöllun um 3. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 75. fundur - 15.02.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir málinu.

Á 246. fundi bæjarráðs lá fyrir minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra í sjö liðum um fasteignagjöld 2012, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
Við fjárhagsáætlunargerð 2012 var samþykkt að álagningarprósentur yrðu óbreyttar frá fyrra ári.
246. fundur bæjarráðs samþykkti að fela bæjarstjóra að semja um endurnýjun samnings um innheimtu vanskilakrafna við Momentum greiðsluþjónustu ehf. og Gjaldheimtunnar ehf.
Einnig samþykkti bæjarráð að taka til umfjöllunar álagningarprósentu á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli, þegar Alþingi hefur lokið umfjöllun um 3. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarráðs með 8 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 258. fundur - 22.05.2012

Lagður fram undirritaður samningur við Momentum greiðsluþjónustu ehf og Gjaldheimtuna ehf um innheimtu vanskilakrafna.

Samningurinn gildir í eitt ár, en gerðar hafa verið gjaldskrárbreytingar til lækkunar í samræmi við aðra sambærilega samninga við önnur sveitarfélög.