Bæjarstjórn Fjallabyggðar

238. fundur 25. janúar 2024 kl. 17:00 - 19:09 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi frá verkefnastjóra Hátinds 60

Málsnúmer 2401051Vakta málsnúmer

Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hátinds 60 mætti til fundarins og kynnti árangur, stöðu og framvindu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Hönnu Sigríði fyrir góða kynningu á verkefninu.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20. desember 2023

Málsnúmer 2312005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 5, 6, 8, 9, 11 og 12.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 2.5 2312004 Samstarfssamningur við björgunarsveitina Stráka 2024-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20. desember 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.6 2312005 Samstarfssamningur við björgunarsveitina Tind 2024-2026
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20. desember 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.8 2312040 Framlög til stjórnmálasamtaka 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20. desember 2023. Bæjarráð samþykkir að framlagi vegna 2023, kr. 441.118 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.9 2312025 Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20. desember 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.11 2312045 Kvennaathvarf - Umsókn um rekstrarstyrk
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20. desember 2023. Bæjarráð samþykkir að veita styrk um umbeðna fjárhæð kr. 174.892,- til verkefnisins. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að styrkbeiðnir sem þessar berist áður en fjárhagsáætlun er samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.12 2312035 Þormóðsgata 34 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20. desember 2023. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024

Málsnúmer 2401001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 6, 8, 10, og 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • 3.1 2401009 Fundadagatal nefnda 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Lagt fram til kynningar. Vísað til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • 3.6 2106029 Bakkabyggð 6
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Í samræmi við ákvæði 8. gr. lóðarleigusamnings og í ljósi eftirspurnar eftir lóðum á svæðinu, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki yfir lóðarréttindi Bakkabyggðar 6. Lóðin mun þá falla aftur í hendur Fjallabyggðar þann 7. júní 2024, 6 mánuðum eftir að lóðarhöfum varð kunnugt um fyrirhugaða yfirtöku lóðarréttinda. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.8 2401016 Snjókross keppni í Ólafsfirði 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Bæjarráð tekur vel í erindið en fer fram á að allir aðskotahlutir sem koma inn á svæðið vegna snjóflutninga verði fjarlægðir þegar snjóa leysir. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.10 2312050 Viðbygging við VMA
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Lagt fram til kynningar. Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar samningsdrögunum til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
    Bæjarstjórn samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir, hlutdeild Fjallabyggðar í kostnaði yrði 2,974% skv. fyrirliggjandi samningsdrögum og felur bæjarstjóra að skrifa undir samning mennta- og barnamálaráðuneytis við sveitarfélögin við Eyjafjörð vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri.
    Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.11 2208066 Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Um er að ræða samhljóðandi samning og skrifað undir til eins árs þegar lögin tóku gildi. Bæjarstjóra veitt heimild til þess að undirrita samninginn sem nú mun gilda til næstu þriggja ára. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 817. fundur - 19. janúar 2024

Málsnúmer 2401004FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Helgi Jóhansson, Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 6. lið fundargerðarinnar.
  • 4.2 2401049 Framlög til stjórnmálasamtaka 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 817. fundur - 19. janúar 2024. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 4.6 2401052 Hitaveitumál í Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 817. fundur - 19. janúar 2024. Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirferð á málefnum hitaveitunnar í Ólafsfirði. Bæjarráð ákveður í ljósi þess að gangstéttir eru nú hreinsaðar með kerfisbundnari hætti en áður, og þeirrar staðreyndar að hitaveitan í Ólafsfirði er komin nálægt þolmörkum, að hitun gangstétta á vegum sveitarfélagsins verði hætt þar til annað verður ákveðið. Mikilvægt er að þegar hitun verður hætt að tryggja tæmingu röra þannig að þau verði ekki fyrir skemmdum.
    Bæjarráð telur einsýnt í ljósi stöðunnar að Norðurorka breyti forgangsröðun sinni og flýti framkvæmdum í tengslum við hitaveituna í Ólafsfirði. Mikilvægt er að borun nýrrar holu í Ólafsfirði verði flýtt eins og kostur er. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með stjórn Norðurorku hið fyrsta.
    Bókun fundar Helgi Jóhannsson H-lista óskar bókað:
    H-listinn harmar það að nú sé svo komið að ekki er nægjanlegt heitt vatn yfir kaldasta tímann í Ólafsfirði og við því þarf að bregðast með því að loka fyrir upphitun á gangstéttum og sparkvelli í Ólafsfirði.
    Elstu upphituðu gangstéttarnar eru líklega frá því fyrir 1990 og eru ekki með stýringar eins og gengur í dag og hafa fengið lítið eða ekkert viðhald.
    H-listinn leggur til að tæknideild verði falið að gera eða láta gera úttekt á öllum gangstéttum í Ólafsfirði og stöðu hvers kerfis. Hvaða leiðir eru í stöðunni til að minnka það vatn sem rennur í gegnum stéttarnar, því eins og kemur fram í erindi Norðurorku, þá er hægt að minnka heitavatnsnotkun með varmaskiptum. Þarna gæti verið um mikið magn að ræða sem sparast og þá ódýrara fyrir bæjarsjóð og minni líkur á að til skerðinga þurfi að koma.
    Heita vatnið eru mikil gæði og mikilvægt að ganga um þá auðlind af virðingu.
    H-listinn bendir á að það skiptir íbúa, ekki síst eldri borgara, miklu máli að geta gengið um auðar gangstéttar í stað þess að þreifa sig áfram á klaka eins og oft gerist og má segja að þetta sé lýðheilsumál.
    H-listinn hvetur Norðurorku til að flýta því, ef nokkur kostur er, að hefja borun eftir heitu vatni sem fyrst.

    A-listinn og D-listinn leggja fram eftirfarandi bókun.
    Í ljósi núverandi stöðu hitaveitunnar er ekki verjandi annað en að stöðva hitun gangstétta, enda er það óhjákvæmileg forgangsröðun. Þá vill meirihlutinn benda á að ekki er verið að hætta hitun sparkvalla eða annarra mannvirkja á vegum sveitarfélagsins.
    Meirihlutinn vill benda á að nú þegar er búið að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórn Norðurorku þar sem þess verður krafist að borunum í Ólafsfirði verði flýtt í ljósi stöðunnar.
    Á meðan ekki liggja fyrir viðbrögð stjórnar Norðurorku telur meirihlutinn ekki forsvaranlegt að heitt vatn sé yfir höfuð notað til snjóbræðslu gangstétta. Sérstaklega þegar verklag við mokstur og hálkuvarnir hefur verið bætt mikið á síðustu árum. Að því sögðu þá hafnar meirihluti bæjarstjórnar tillögu H-listans.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 15. desember 2023

Málsnúmer 2312006FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í 4 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • 5.2 2312038 Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 15. desember 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.3 2312030 Félagsleg þjónusta
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 151. fundur - 15. desember 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307

Málsnúmer 2312007FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, 6, 7, 8 og 10.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • 6.2 2306030 Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Nefndin samþykkir framlagðar breytingar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.3 2208059 Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu og breyting á aðalskipulagi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir grjótgarði meðfram fyrirhugaðri uppbyggingu á svæðinu til varnar landbroti. Það er talin næg vörn gegn mögulegri flóðahættu sem Veðurstofan bendir á en auk þess er svæðið í yfir 3 metra hæð yfir sjávarmáli.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag brimbrettasvæðis við Brimnestungu og breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar.
    Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.4 2310063 Umsókn um lóð undir dreifistöð Rarik
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Varðandi kvöð um innkeyrslu sem er skráð á lóðina Snorragötu 6 og hefur verið frá því deiliskipulagið var upphaflega hannað, þá snýst það um að ekki séu fleiri innkeyrslu-stútar inn á Snorragötu með tillit til umferðaröryggis og kröfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Með þessari breytingartillögu er lagt til að samnýta þann innkeyrslustút fyrir Snorragötu 4A líka. Það er ekki ætlunin að lóðarhafi Snorragötu 6 þurfi að tryggja aðgengi að spennistöðinni, heldur að Rarik sé heimilt að komast að lóð sinni þarna í gegn, hvort sem það er á bíl eða gangandi.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi við Snorragötu 2-6 verði samþykkt.
    Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.6 2110027 Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 22-28
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.7 2110028 Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 11-13
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.8 1506027 Skúr Vesturgötu 5 / Ólafsvegi 2 - Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Erindi hafnað. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.10 2312047 Uppfærsla á snjómokstursplani vegna Freyju
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 4.janúar 2024. Nefndin leggur til að settur verði í fyrsta forgang mokstur frá gatnamótum Túngötu og Ránargötu niður að Óskarsbryggju. Nefndin óskar einnig eftir því að kannaður verði möguleiki á að Vegagerðin taki yfir mokstur á þessum vegkafla. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 15. janúar 2024.

Málsnúmer 2401002FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 7 liðum.
Til afgreiðslu er liður 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 7.7 2309074 Styrkumsóknir 2024 - Fræðslumál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 15. janúar 2024. Fræðslu- og frístundanefnd vísar tillögu að úthlutun fræðslustyrkja fyrir árið 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til fræðslumála sl. haust og unnið úr umsóknum á desemberfundi nefndarinnar. Umsækjendur eiga von á svarbréfi í lok janúarmánaðar. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 18. janúar 2024.

Málsnúmer 2401003FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 3 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • 8.1 2309073 Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 18. janúar 2024. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu að úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til menningarmála sl. haust og bárust 14 umsóknir. Umsækjendur eiga von á svarbréfi í lok janúarmánaðar. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 8.2 2401008 Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2024
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 18. janúar 2024. Árlega er efnt til úthlutunarhátíðar þar sem afhending styrkja og útnefning bæjarlistamanns fer fram. Ákveðið að úthlutunarhátíðin verði i byrjun mars 2024 í Tjarnarborg. Auglýst þegar nær dregur. Bókun fundar Samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 13. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Síldarminjasafnið - Ársskýrsla og fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2302020Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar Síldarminjasafnsins frá 19. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Fundargerð 59. fundar stjórnar SSNE lögð fram til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Húsnæðisáætlun 2024

Málsnúmer 2401061Vakta málsnúmer

Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2024 lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 19:09.