Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024

Málsnúmer 2401001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 238. fundur - 25.01.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 6, 8, 10, og 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • .1 2401009 Fundadagatal nefnda 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Lagt fram til kynningar. Vísað til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • .6 2106029 Bakkabyggð 6
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Í samræmi við ákvæði 8. gr. lóðarleigusamnings og í ljósi eftirspurnar eftir lóðum á svæðinu, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki yfir lóðarréttindi Bakkabyggðar 6. Lóðin mun þá falla aftur í hendur Fjallabyggðar þann 7. júní 2024, 6 mánuðum eftir að lóðarhöfum varð kunnugt um fyrirhugaða yfirtöku lóðarréttinda. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .8 2401016 Snjókross keppni í Ólafsfirði 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Bæjarráð tekur vel í erindið en fer fram á að allir aðskotahlutir sem koma inn á svæðið vegna snjóflutninga verði fjarlægðir þegar snjóa leysir. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .10 2312050 Viðbygging við VMA
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Lagt fram til kynningar. Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar samningsdrögunum til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
    Bæjarstjórn samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir, hlutdeild Fjallabyggðar í kostnaði yrði 2,974% skv. fyrirliggjandi samningsdrögum og felur bæjarstjóra að skrifa undir samning mennta- og barnamálaráðuneytis við sveitarfélögin við Eyjafjörð vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri.
    Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .11 2208066 Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12. janúar 2024. Um er að ræða samhljóðandi samning og skrifað undir til eins árs þegar lögin tóku gildi. Bæjarstjóra veitt heimild til þess að undirrita samninginn sem nú mun gilda til næstu þriggja ára. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.