Bæjarstjórn Fjallabyggðar

226. fundur 08. febrúar 2023 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
 • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
 • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
 • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
 • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
 • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Forseti bæjarstjórnar bar upp dagskrártillögu um að bæta máli nr. 12 við dagskrá fundarins.
Það var samþykkt með 7 greiddum atkvæðum að bæta við máli nr. 2302023 - Ályktun bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna fjárhagsvanda Landhelgisgæslu Íslands.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023.

Málsnúmer 2301007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 17 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 8, 9, 11 og 16.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
 • 1.8 2209027 Bréf til sveitarfélaga - Betri vinnutími í leikskólum
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Guðjón M. Ólafsson og Þorgeir Bjarnason véku af fundi við atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu nr 1, að fagmenntaðir Leikskólakennarar fái 4 tíma styttingu samkvæmt kjarasamningum.
 • 1.9 2301051 HR Monitor starfsánægjukannanir
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023. Bæjarráð samþykkir að hefja innleiðingu starfsánægjukannana. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 1/2023 við fjárhagsáætlun 2023. Með viðaukanum eru fjárheimildir mfl./deild 21600-4341 (Starfsmannakostnaður - þjónustusamningar) auknar um kr. 975.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.11 2210096 Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023. Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram með útfærslu „G2“ eins og hún kemur fram í greinargerðinni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.16 2301049 Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót á Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023. Bæjarráð samþykkir beiðni Vélsleðafélags Ólafsfjarðar og óskar þeim velfarnaðar við mótshaldið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023

Málsnúmer 2301010FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 4 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 6. lið fundargerðarinnar.
 • 2.1 2301062 Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023. Bæjarráð vísar siðareglum kjörinna fulltrúa til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026".
  Samþykkt samhljóða.
 • 2.3 2301069 Endurnýjun og uppsetning nuddtækis og vaktbúnaðar í Sundlaug Siglufjarðar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir minnisblaðið og samþykkir framlagðan viðauka nr. 2/2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.4 2301070 Grunnskóli Fjallabyggðar - Betri vinnutími
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps kennara um tilhögun við styttingu vinnutíma í Grunnskóla Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 2.5 2301074 Afskriftir viðskiptakrafna 2022
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála um afskriftir krafna að fjárhæð kr. 4.732.857,- skv. þeirri skiptingu sem kemur fram í framlögðu minnisblaði. Málinu vísað til samþykktar í bæjarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Afskriftir viðskiptakrafna 2022".
  Samþykkt samhljóða.
 • 2.6 2301071 Græn skref SSNE
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31. janúar 2023. Lagt fram til kynningar. Fjallabyggð mun að svo stöddu ekki taka þátt í verkefninu.
  Helgi Jóhannsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar H-listinn telur það mikilvægt að Fjallabyggð hefji sem fyrst vinnu við verkefnið Græn skref með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Góð reynsla er komin á verkefnið víða sem hefur skilað sér í aukinni umhverfisvitund starfsfólks, samdrætti í losun og minni kostnaðar við rekstur til lengri tíma litið.
  Því er hér lagt til að óskað verði eftir fundi með SSNE þar sem farið verði yfir umfang verkefnisins á næsta fundi bæjarstjórnar.

  Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda bókun H-listans.

3.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 134. fundur - 25. janúar 2023.

Málsnúmer 2301008FVakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarstjórnar er í 5 liðum.

Til afgreiðslu er liður 1.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • 3.1 2301012 Hafnir Dalvíkurbyggðar, beiðni um kaup á vinnuframlagi.
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 134. fundur - 25. janúar 2023. Hafnarstjórn samþykkir framlagða tilhögun. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 35. fundur - 25. janúar 2023.

Málsnúmer 2301009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í tveimur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 1. febrúar 2023.

Málsnúmer 2301011FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 10 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • 5.1 2111057 Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 1. febrúar 2023. Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og felur tæknideild að auglýsa hana í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.2 2301020 Umsókn til skipulagsfulltrúa - Breyting á deiliskipulagi
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 1. febrúar 2023. Nefndin samþykkir að umsækjandi breyti deiliskipulagi í samræmi við framlagt erindi að undanskyldri stækkun lóðar til suðvesturs þar sem sá hluti tilheyrir lóðinni Austurstíg 7 skv. gildandi deiliskipulagi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.3 2009001 Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 1. febrúar 2023. Nefndin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og leggur til að þær verði auglýstar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.4 2107019 Deiliskipulag - Leirutangi
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 1. febrúar 2023. Tæknideild er falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.5 2301053 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hávegur 9 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 1. febrúar 2023. Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki eiganda efri hæðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.6 2301038 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Fossvegur 35 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 1. febrúar 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 5.9 2207049 Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholna
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 1. febrúar 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 2. febrúar 2023.

Málsnúmer 2301013FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 4 liðum.

Til afgreiðslu er liður 1.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir 1. og 3. lið fundargerðarinnar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
 • 6.1 2209009 Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra og til hátíðarhalda 2022
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 2. febrúar 2023. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna ásamt breytingum á eyðublöðum og vísar til samþykktar bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar.

7.Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í samráðshópinn f.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar:
Guðjón M. Ólafsson
Tómas Atli Einarsson
Þorgeir Bjarnason

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í samráðshópinn f.h. ÚÍF:
Óskar Þórðarson
Dagný Finnsdóttir
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Sigurgeir Haukur Ólafsson
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tilnefningar í samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð.

8.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026

Málsnúmer 2301062Vakta málsnúmer

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð lagðar fram til staðfestingar, sbr. 1. mgr. 29. gr. sveitastjórnarlaga.

Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.

9.Afskriftir viðskiptakrafna 2022

Málsnúmer 2301074Vakta málsnúmer

Á 777. fundi bæjarráðs var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála er varðar beiðni um samþykki bæjarráðs fyrir afskriftum viðskiptakrafna. Bæjarráð gerði ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Lagt er fram uppfært minnisblað þar sem leitað er samþykkis bæjarstjórnar til þess að afskrifa viðskiptakröfur að fjárhæð kr. 4.705.957. Ekki er talið að það þjóni hagsmunum sveitarfélagsins að leggja í frekari kostnað og vinnu við að innheimta umræddar kröfur.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum

10.Ósk um stöðugildi við Leikskóla Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2301045Vakta málsnúmer

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar hefur óskað eftir að ráða inn í 100% stöðugildi við Leikskóla Fjallabyggðar, annars vegar til þess að mæta afleysingum fyrir kennaranema í leikskólafræðum og hins vegar stuðning.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum umbeiðna beiðni.

11.Lokun gatna vegna Fjarðargöngu 2023

Málsnúmer 2302004Vakta málsnúmer

Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar eftir leyfi bæjarins til að loka og þrengja eftirfarandi götur bæjarins vegna Fjarðargöngunnar 2023. Fjarðargangan fer fram 10. og 11. febrúar næstkomandi og óskum við eftir að framkvæma lokanir og þrengingar í samráði við bæjarverkstjóra / tæknideild eins og hefur verið undanfarin ár. Ósk okkar um lokanir á götum eru eftirfarandi frá kl 18:00 föstudaginn 10.febrúar til kl 18:00 laugardaginn 11.febrúar. Aðalgata frá gatnamótum Gunnólfsgötu að Strandgötu. Kirkjuvegur frá Aðalgötu að Ólafsfjarðarkirkju. Brekkugata Hornbrekkuvegur frá Brekkugötu að Aðalgötu (hjá Tjarnarborg) Þrengingar á sama tíma: Strandgata (verður ökufær) Bakkabyggð (verður ökufær) Túngata (verður ökufær)
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.

12.Ályktun bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna fjárhagsvanda Landhelgisgæslu Íslands.

Málsnúmer 2302023Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna fjárhagsvanda Landhelgisgæslu Íslands.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 7 atkvæðum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirra fyrirætlana að selja eftirlits-, leitar- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands. Fjallabyggð er í miklu og góðu samstarfi við Landhelgisgæsluna vegna varðskipsins Freyju, sem er með heimahöfn í Fjallabyggð.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar fagfólk sem gegnir ómetanlegu hlutverki í eftirlits-, leitar-, og björgunarmálum fyrir landið allt. Með tilkomu Freyju jókst viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar svo um munaði úti fyrir Norður- og Austurlandi.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar beinir því til stjórnvalda að tryggja nauðsynlegt fjármagn til allra rekstrarþátta Landhelgisgæslunnar. Það er mikilvægt hagsmunamál fyrir Ísland að Landhelgisgæslan geti haldið uppi eðlilegum rekstri og ekki þurfi að leigja út búnað eins og flugvélina svo reksturinn haldist innan fjárheimilda.

Fundi slitið - kl. 18:30.