Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023.

Málsnúmer 2301007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 226. fundur - 08.02.2023

Fundargerð bæjarráðs er í 17 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 8, 9, 11 og 16.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • .8 2209027 Bréf til sveitarfélaga - Betri vinnutími í leikskólum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir greinargerðina. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Guðjón M. Ólafsson og Þorgeir Bjarnason véku af fundi við atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
    Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu nr 1, að fagmenntaðir Leikskólakennarar fái 4 tíma styttingu samkvæmt kjarasamningum.
  • .9 2301051 HR Monitor starfsánægjukannanir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023. Bæjarráð samþykkir að hefja innleiðingu starfsánægjukannana. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 1/2023 við fjárhagsáætlun 2023. Með viðaukanum eru fjárheimildir mfl./deild 21600-4341 (Starfsmannakostnaður - þjónustusamningar) auknar um kr. 975.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .11 2210096 Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023. Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram með útfærslu „G2“ eins og hún kemur fram í greinargerðinni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .16 2301049 Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót á Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24. janúar 2023. Bæjarráð samþykkir beiðni Vélsleðafélags Ólafsfjarðar og óskar þeim velfarnaðar við mótshaldið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.