Bæjarstjórn Fjallabyggðar

225. fundur 11. janúar 2023 kl. 17:00 - 17:53 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Rósa Jónsdóttir varabæjarfulltrúi, H lista
 • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
 • Jakob Kárason varabæjarfulltrúi, A lista
 • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
 • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
 • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
 • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 774. fundur - 3. janúar 2023.

Málsnúmer 2301001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 1.3 2208043 Ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 774. fundur - 3. janúar 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.4 2109079 Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 774. fundur - 3. janúar 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 9. janúar 2023.

Málsnúmer 2301003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 5, 6 og 8.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Ingvarsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Þorgeir Bjarnason tóku til máls undir 9. lið fundargerðarinnar.
Sigríður Ingvarsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
 • 2.2 2212033 Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022 - 2023
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 9. janúar 2023. Bæjarráð vísar afgreiðslu sérreglna fyrir Fjallabyggð um úthlutun byggðakvóta til bæjarstjórnar. Bókun fundar Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu um ósk sveitarfélagsins um sérreglur.

  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda ráðuneytinu eftirfarandi ósk um sérreglur í reglugerð 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023.

  Lagt er til að sérreglur í reglugerð hvað varðar Fjallabyggð verði með þeim hætti að heimilt verði að landa afla innan sveitarfélags óháð því í hvoru byggðarlagi bátur fær úthlutun, einnig er lagt til að hámark úthlutunar til hvers skips verði ekki meiri en 80 tonn.

  Ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022 gilda um úthlutun byggðakvóta Ólafsfjarðar og Siglufjarðar með eftirfarandi breytingum:

  a)
  Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2021 til 31. ágúst 2022, þó að hámarki 80 þorskígildistonn á fiskiskip.

  b)
  Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

  c)
  Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

  Hvað varðar rökstuðning vegna stafliða a til c vísast til rökstuðnings fyrri ára.

  Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu forseta og felur bæjarstjóra að senda þær á ráðuneytið.
 • 2.5 2210020 Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 9. janúar 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur um úthlutun styrkja fyrir árið 2023.
 • 2.6 2210041 Styrkumsóknir 2023 - Hátíðarhöld í Fjallabyggð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 9. janúar 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur um úthlutun styrkja fyrir árið 2023.
 • 2.8 2210040 Styrkumsóknir 2023 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 9. janúar 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur um úthlutun styrkja fyrir árið 2023.

3.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 143. fundur - 13. desember 2022.

Málsnúmer 2212005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í fimm liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023.

Málsnúmer 2212011FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 14 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 4.1 2209058 Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.2 2210107 Breyting á deiliskipulagi Snorragötu
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.3 2208059 Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Tæknideild falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.4 2010039 Skógarstígur 10
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að birta auglýsingu um samþykki hennar skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda fellur nefndin frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr. 44.gr skipulagslaga. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.6 2212029 Umsókn um byggingarleyfi - Brimnesvegur 18 Ólafsfirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Nefndin samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.7 2212021 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Fossvegur 10 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.8 2212053 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 8 Siglufirði
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.9 2106057 Skil á lóð - Ráeyrarvegur 4
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Erindi samþykkt, lóðin Ráeyrarvegur 4 er laus til úthlutunar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.10 2212035 Umsókn um leyfi fyrir hleðslustöðvum
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Nefndin hefur yfirfarið erindið og gerir engar athugasemdir við það. Engar kvaðir eru í gildandi lóðarleigusamning Snorragötu 4 varðandi starfsemi rafhleðslustöðva á lóðinni, sem samræmist vel núgildandi deiliskipulagi þar sem lóðin er skilgreind sem bílastæðalóð. Þetta á einnig við um lóðina Snorragötu 6A. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.11 2212007 Vegrið á Hornbrekkuveg
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og felur tæknideild að skoða málið nánar og koma með tillögu að lausn á málinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 4.12 2212043 Götuheiti á malarvellinum
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 4. janúar 2023. Nefndin þakkar öllum þeim sem lögðu sveitarfélaginu lið í að finna nafn á nýja götu á Siglufirði. Lagt er til að gatan fái heitið Vallarbraut. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 5. janúar 2023.

Málsnúmer 2301002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 5.1 2210038 Styrkumsóknir 2023 - Menningarmál
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 5. janúar 2023. Markaðs- og menningarnefnd gerir tillögu um úthlutun styrkja til menningarmála fyrir árið 2023 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
 • 5.2 2212023 Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2023
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 5. janúar 2023. Markaðs- og menningarnefnd afhendir menningarstyrki og útnefnir bæjarlistamann 2023 16. febrúar nk. kl. 18:00 í Tjarnarborg.
  Markaðs- og menningarfulltrúa falið að setja saman dagskrá og auglýsa athöfnina þegar nær dregur.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 133. fundur - 9. janúar 2023.

Málsnúmer 2301005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.

Til afgreiðslu er liður 1.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Ingvarsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
 • 6.1 2301012 Hafnir Dalvíkurbyggðar, beiðni um kaup á vinnuframlagi.
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 133. fundur - 9. janúar 2023. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við yfirhafnarvörð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 9. janúar 2023.

Málsnúmer 2301006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.

Til afgreiðslu er liður 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • 7.3 2210039 Styrkumsóknir 2023 - Fræðslumál
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 9. janúar 2023. Fræðslu- og frístundanefnd gerir tillögu um úthlutun fræðslustyrkja fyrir árið 2023 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu nefndarinnar um úthlutun fræðslustyrkja fyrir árið 2023.

8.Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2206093Vakta málsnúmer

Lögð fram til seinni umræðu drög að breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar. Breytingarnar eru gerðar vegna breyttrar skipan barnaverndarmála frá 1. janúar 2023 í samræmi við samninga um Barnaverndarþjónustu Mið Norðurlands og Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir breytingatillöguna með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:53.