Bæjarráð Fjallabyggðar

494. fundur 28. mars 2017 kl. 08:00 - 09:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Fræðslumál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1703063Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála, Róbert Grétar Gunnarsson, mætti á fundinn.
Róbert fór yfir stöðu mála innan hans deildar.

2.Landaður botnfiskur í Fjallabyggð

Málsnúmer 1703060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fjallabyggðarhafnir eru í 5. sæti yfir landaðan óslægðan botnfiskafla á árinu 2016.

3.Málefni Hornbrekku

Málsnúmer 1703062Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni Hornbrekku. Bæjarstjóra falið að skoða betur framtíðar rekstrarform Hornbrekku.

4.Geymslupláss í Aravíti

Málsnúmer 1703036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Arion banka vegna leigu á geymsluhúsnæði í Aravíti.

5.Styrkumsóknir 2017 - Fasteignaskattur félagasamtaka

Málsnúmer 1609043Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.Síldarævintýri 2017

Málsnúmer 1703017Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum aðila til viðræðna við sveitarfélagið um Síldarævintýrið 2017.

7.Fráveita Siglufirði - 2017

Málsnúmer 1703071Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um að halda opið útboð vegna framkvæmda við fráveitu á Siglufirði. Um er að ræða útrásarbrunn og útrásarlögn á Leirutanga á Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.

8.Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

Málsnúmer 1703059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2015-2016

Málsnúmer 1703061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar 204. mál frá nefndasviði Alþingis, frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög)

Málsnúmer 1703050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997

Málsnúmer 1703057Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísar málinu til launafulltrúa.

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar frá 21. mars 2017.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2017

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.