Starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar

Málsnúmer 1702041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 489. fundur - 28.02.2017

Lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Alls bárust fimm umsóknir.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Björn Bergmann Þorvaldsson, ráðgjafi
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, viðskiptafræðingur
Helga Jónsdóttir, aðalbókari
Kristján Ragnar Ásgeirsson, fjármálastjóri
Tinna Helgadóttir, sölumaður
Fjórir umsækjendur uppfylltu umsóknarskilyrði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, varaformanni bæjarráðs og Sólrúnu Júlíusdóttur að taka viðtöl við umsækjendur, sem uppfylla umsóknarskilyrði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 490. fundur - 02.03.2017

Lögð fram umsögn bæjarstjóra, S. Guðrúnar Hauksdóttur og Sólrúnar Júlíusdóttur varðandi ráðningu á deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Tekin voru viðtöl við fjóra umsækjendur og er lagt til við bæjarráð að Guðrún Sif Guðbrandsdóttir verði ráðin í stöðuna.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að Guðrún Sif verði ráðin.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 491. fundur - 07.03.2017

Lögð fram ósk Kristjáns Ragnars Ásgeirssonar um rökstuðning vegna ráðningar deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar.
Lagt fram minnisblað með rökstuðningi frá bæjarstjóra og starfandi formanni bæjarráðs. Sólrún Júlíusdóttir bæjarráðsmaður gat ekki setið fundinn og var í hópnum sem tók viðtöl við umsækjendur, er sammála minnisblaðinu (samþykki sent í tölvupósti).

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan rökstuðning.