Bæjarráð Fjallabyggðar

707. fundur 03. september 2021 kl. 12:00 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: S. Guðrún Hauksdóttir formaður bæjarráðs

1.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur forseta bæjarstjórnar dags. 16. ágúst, í erindinu tilkynnir Ingibjörg um ótímabundið leyfi vegna persónulegrar ástæðna, einnig tilkynnir Ingibjörg að Hólmar Hákon Óðinsson, Sóley Anna Pálsdóttir og Rodrigo J. Thomas hafi beðist undan því að taka sæti í bæjarstjórn vegna mikilla anna. Næst á lista er Guðrún Linda Rafnsdóttir Norðfjörð sem tekur sæti aðalmanns í bæjarstjórn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita Ingibjörgu Guðlaugu Jónsdóttur ótímabundið leyfi frá störfum og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gefa út kjörbréf fyrir Guðrúnu Lindu Rafnsdóttir.

Í fjarveru Ingibjargar mun Helga Helgadóttir varaforseti bæjarstjórnar gegna embætti forseta.

2.Endurbætur á knattspyrnuvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 2101052Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað Eflu dags. 19. mars 2021, efni minnisblaðsins er að leggja mat á vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála sem tekið var saman í samvinnu starfsfólks sveitarfélagsins sem að málaflokknum kemur með það að markmiði að meta kostnað við gerð gervigrasvallar og rekstur hans ásamt og að meta kostnað við úrbætur á núverandi velli miðað við að völlurinn standist allar kröfur sem gerðar eru til grasvalla. Niðurstaða ráðgjafa er að áðurnefnt vinnuskjal gefi góða mynd af málinu og að áætla megi stofnkostnað nýs gervigrasvallar nálægt 300 m.kr. og rekstrakostnað á ári nálægt 36 m.kr. m.v. að skipt sé um gervigras á 10 ára fresti. áætlaður kostnaður við endurnýjun núverandi grasvallar er áætlaður 55 m.kr. og rekstrarkostnaður 8 m.kr. Kostnaðartölur varðandi gervigrasvöll eru fengnar úr reynslutölum ráðgjafa og frá KSÍ. Ofangreind gögn og annað sem að málinu snýr hefur verið kynnt fyrir forsvarsfólki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar með það að markmiði að halda félaginu upplýstu og gefa færi á athugasemdum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að hafa forgöngu um hönnun vegna endurnýjunar núverandi grasvallar, miða skal við að framkvæmdir hefjist sem fyrst að aflokinni yfirstandandi leiktíð og að völlurinn verði leikhæfur vorið 2023. Hönnun og framkvæmd skal unnin í sem allra bestu samstarfi við notendur vallarins. Einnig felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að efna til samtals við notendur vallarins um hvernig best sé að vinna úr þeim tíma sem völlurinn verður ekki leikhæfur þannig að sem minnst rask verði á knattspyrnuiðkun og æfingum.

3.Jafnlaunavottun - viðhaldsúttekt 2021

Málsnúmer 2108033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðri jafnlaunastefnu Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða Jafnlaunastefnu fyrir sitt leyti.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til ágúst 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 815.873.491 eða 102,67% af tímabilsáætlun.

5.Framlög til stjórnmálasamtaka - 2021

Málsnúmer 2108032Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greiðslur og skiptingu framlags til stjórnmálasamtaka frá árunum 2014 til 2020. Bæjarráð samþykkir að framlagi vegna 2021, kr. 360.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2018 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021. Framlög færast á lið 21-81-9291 og koma til greiðslu í september 2021. Skipting framlags 2021:

Atkv. Fj.hlutf. Upphæð

H-listi fyrir heildina 371 30,73% kr. 110.628
D-listi Sjálfstæðisflokks 539 44,66% kr. 160.776
I-listi betri Fjallabyggð 297 24,61% kr. 88.596
Samtals 1207 100,0% kr. 360.000

6.Barnaþing 2021.

Málsnúmer 2108021Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Salvarar Nordal f.h. embættis umboðsmanns barna dags 17. ágúst 2021, í erindinu fer umboðsmaður þess á leit við sveitarfélagið tilnefni tengilið við embættið sem hafi það hlutverk að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála hlutverk tengiliðs við embætti umboðsmanns barna í málum er varða milligöngu um þátttöku barna sveitarfélaginu á barnaþingi 2021.

7.Samgönguvika 16.-22. september 2021

Málsnúmer 2108038Vakta málsnúmer

Meðfylgjandi er bréf frá Landssamtökum hjólreiðamanna í tilefni af samgönguviku sem er þann 16.-22. september.

Landssamtökin vilja hvetja sveitarfélagið til að taka þátt í samgönguviku. Mikilvægt er að huga að breyttum samgönguvenjum til að draga úr mengun og losun koltvísýrings og stuðla að betri lýðheilsu með almennri hreyfingu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vekja athygli íbúa sveitarfélagsins á samgönguviku með hvatningu á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis.

Málsnúmer 2108028Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar drög að skilgreiningu opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta taka saman hvernig Fjallabyggð stendur varðandi opinbera þjónustu eins og hún er skilgreind í framlögðum drögum að skilgreiningu á grunnþjónustu.

9.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2021

Málsnúmer 2107051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar innsent yfirlit um forgangsröðun sveitarfélagsins á verkefnum, um er að ræða uppfært yfirlit frá fyrra ári.
Lagt fram
Bæjarráð þakkar framlagt yfirlit og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

10.Endurnýjun fráveitu í Norðurgötu og Vetrarbraut

Málsnúmer 2106037Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar verkfundargerð fyrsta verkfundar verksins Siglufjörður fráveita 2021. Norðurgata - Vetrarbraut dags. 12. ágúst 2021.
Lagt fram

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 76. fundar markaðs og menningarmálanefndar dags. 19. ágúst 2021.

Fundi slitið - kl. 12:30.