Endurbætur á knattspyrnuvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 2101052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 03.09.2021

Lagt er fram minnisblað Eflu dags. 19. mars 2021, efni minnisblaðsins er að leggja mat á vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála sem tekið var saman í samvinnu starfsfólks sveitarfélagsins sem að málaflokknum kemur með það að markmiði að meta kostnað við gerð gervigrasvallar og rekstur hans ásamt og að meta kostnað við úrbætur á núverandi velli miðað við að völlurinn standist allar kröfur sem gerðar eru til grasvalla. Niðurstaða ráðgjafa er að áðurnefnt vinnuskjal gefi góða mynd af málinu og að áætla megi stofnkostnað nýs gervigrasvallar nálægt 300 m.kr. og rekstrakostnað á ári nálægt 36 m.kr. m.v. að skipt sé um gervigras á 10 ára fresti. áætlaður kostnaður við endurnýjun núverandi grasvallar er áætlaður 55 m.kr. og rekstrarkostnaður 8 m.kr. Kostnaðartölur varðandi gervigrasvöll eru fengnar úr reynslutölum ráðgjafa og frá KSÍ. Ofangreind gögn og annað sem að málinu snýr hefur verið kynnt fyrir forsvarsfólki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar með það að markmiði að halda félaginu upplýstu og gefa færi á athugasemdum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að hafa forgöngu um hönnun vegna endurnýjunar núverandi grasvallar, miða skal við að framkvæmdir hefjist sem fyrst að aflokinni yfirstandandi leiktíð og að völlurinn verði leikhæfur vorið 2023. Hönnun og framkvæmd skal unnin í sem allra bestu samstarfi við notendur vallarins. Einnig felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að efna til samtals við notendur vallarins um hvernig best sé að vinna úr þeim tíma sem völlurinn verður ekki leikhæfur þannig að sem minnst rask verði á knattspyrnuiðkun og æfingum.