Bæjarráð Fjallabyggðar

701. fundur 22. júní 2021 kl. 08:15 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: S. Guðrún Hauksdóttir formaður bæjarráðs

1.Fundartími Bæjarráðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 2106049Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir fundinn tillaga formanns bæjarráðs um breyttan fundartíma ráðsins, lagt er til að nýr fundartími verði kl. 08:00 á fimmtudögum.
Samþykkt
Tillaga formanns bæjarráðs um breyttan fundartíma bæjarráðs samþykkt með 3 atkvæðum.

2.Bilun í MAN slökkvibifreið.

Málsnúmer 2106050Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra dags. 16. júní 2021 ásamt viðaukabeiðni deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 18. júní hvar lagt er til að Bæjarráð samþykki viðauka nr. 18/2021 að upphæð kr. 1.932.000.- við deild 07230, lykil 4961 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða beiðni um viðauka.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1902053Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

4.Umsókn um rekstrarleyfi gistingar - The Herring house

Málsnúmer 2106038Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra dags. 11. júní 2021, er varðar umsögn vegna umsóknar 1098 ehf., kt. 570521-1520, Hólavegi 23, Siglufirði, um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. Flokkur II-C Minna gistiheimili.
Vísað til nefndar
Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti.

5.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021.

Málsnúmer 2106041Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Samtaka um kvennaathvarf dags. 10. febrúar 2021, í erindinu er farið yfir starfsemi samtakanna á Akureyri ásamt að óska eftir því við sveitarfélagið að það veiti samtökunum rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 100.000,-.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Samtökum um kvennaathvarf rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 50.000,- sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021.

6.Gangamót Greifans - Hjólreiðahátíð á Akureyri 2021.

Málsnúmer 2106045Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Hjólreiðafélags Akureyrar dags. 14. júní 2021, í erindinu er óskað eftir formlegu samþykki Fjallabyggðar fyrir því að mótið verði haldið. Sömuleiðis er óskað eftir upplýsingum um hvort fyrirhugaðar séu framkvæmdir innan sveitarfélagsins á fyrirhugaðri hjólaleið, fram að mótsdegi eða á mótsdeginum sjálfum. Þá er einnig óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að koma upplýsingum um mótið til sinna íbúa, með þeim miðlum sem í boði eru. Að síðustu er óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að útvega búnað sem gæti þurft til að setja upp í tengslum við umferðarstýringu, keilur, borðar, aðvörunar- og hjáleiðaskilti og fleira í þeim dúr.
Samþykkt
Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2103065Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

8.Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum.

Málsnúmer 2106052Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 18. júní 2021, efni tölvupóstsins er að kynna fyrir sveitarfélögum fyrirhugaðan streymisfund sambandsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þann 23. júní 2021 kl. 09:00-10:30, skráningartengill er aðgengilegur á heimasíðu sambandsins.
Lagt fram

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 11. júní 2021.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:45.