Bæjarráð Fjallabyggðar

697. fundur 25. maí 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Helga Helgadóttir víkur af fundi undir þessu máli.

1.Skertur opnunartími vegna sumarleyfa á Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2104040Vakta málsnúmer

Á 693. fundi bæjarráðs þann 27.04.2021 var tekið fyrir vinnuskjal deildarstjóra varðandi skertan opnunartíma vegna sumarleyfa á Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 20.05.2021 þar sem lagt er til að bæjarskrifstofan verði auglýst lokuð en með takmarkaðri símsvörun frá 26. júlí til og með 6. ágúst nk. Lokun skrifstofu verði auglýst og útskýrð í bæjarmiðlum og á heimasíðu Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista og Nönnu Árnadóttur I-lista, sumarlokun Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar eins og lagt er til í vinnuskjali og felur bæjarstjóra og deildarstjóra að vinna málið áfram.

2.Tjaldsvæðahús Ólafsfirði - útboð.

Málsnúmer 2104063Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 17.05.2021 þar sem fram kemur að engin tilboð bárust í verkefnið Tjaldsvæðahús Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram á þeim forsendum að húsið verði byggt hið allra fyrsta.

3.Rekstrarleyfi, veitingaleyfi Tjarnarborg 2021

Málsnúmer 2105047Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 21.05.2021 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi fyrir menningarhúsið Tjarnarborg.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluðum kostnaði við endurnýjun rekstrarleyfis kr. 270.050 í viðauka nr. 16/2021 við fjárhagsáætlun ársins sem bókast á málaflokk 05610, lykill 4375 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Gangstéttar - útboð 2021-2022.

Málsnúmer 2104062Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags, 21.05.2021 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Gangstéttir 2021". fimmtudaginn 20 maí sl.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf kr. 250.783
Sölvi Sölvason 193.400
Kostnaðaráætlun 279.700

Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda Sölva Sölvasyni verði tekið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar sem jafnframt er lægstbjóðandi í verkið „Gangstéttar 2021“ og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

5.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis - Landakot

Málsnúmer 2105038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 17.05.2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum.

Sótt er um rekstrarleyfi til sölu gistingar fyrir K. A. S ehf, Lindargötu 20b - Flokkur II. Umsækjandi er K.A.S ehf, kt. 471186-1129, Vegamót, 620 Dalvík.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

6.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar 2021.

Málsnúmer 2105039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorvalds Hreinssonar fh. stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 17.05.2021 þar sem fram kemur að aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 12. júní nk. í Ólafsfirði, ef fjöldatakmarkanir leyfa.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að mæta á fundinn eigi hann þess kost.

7.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald.

Málsnúmer 2105050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi samgöngu- og sveitarstjóranarráðuneytisins, dags. 19.05.2021 þar sem óskað er upplýsinga varðandi gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ákvörðun vatnsgjalds. Einnig lagðar fram leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi sem jafnframt hafa verið birtar á urskurdir.is. Umbeðnar upplýsingar skulu berast á netfangið srn@srn.is fyrir 30. júní nk..
Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

8.Ársreikningur 2020 -Fjallasalir ses

Málsnúmer 2105044Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallasala ses. fyrir rekstarárið 2020.
Lagt fram

9.Staða framkvæmda 2021.

Málsnúmer 2105048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu framkvæmda fyrir tímabilið 01.01.2021 til 30.04.2021.

Bæjarráð áréttar að framkvæmdir ársins verði boðnar út sem fyrst og þeim lokið fyrir áætluð verklok.
Lagt fram

10.Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri 2021.

Málsnúmer 2105046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi framkvæmdastjórnar Sjúkrahússins á Akureyri (SAK), dags. 18.05.2021 þar sem fram kemur að ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri verður haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 27. maí kl. 14.00.

Fundurinn er öllum opinn og verður streymt á vefnum. Vefslóðin verður aðgengileg á vef SAk fyrir fundinn.
Lagt fram

11.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 18.05.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 19.05.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 19.05.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál
Lagt fram
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál.

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 14. maí sl.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:00.