Túlkun og framkvæmd kjarasamninga sveitarfélaga

Málsnúmer 1304044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 294. fundur - 30.04.2013

Trúnaðarlæknir sveitarfélagsins.
Tekin til umræðu þörf á ráðningu trúnaðarlæknis til sveitarfélagsins.
Bæjarráð telur eðlilegt að kanna kostnað og framkvæmd þjónustu trúnaðarlæknis fyrir sveitarfélagið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21.05.2013

a. Hlutaveikindi

Í tengslum við grein 12.2.10 í samningum stéttarfélaga við Samband ísl. sveitarfélaga eða sambærilega grein í samningum aðildarfélaga KÍ er eftirfarandi tillaga að verklagsreglum um hlutaveikindi lögð fram, til að skerpa á túlkun greinarinnar.

"Forstöðumenn og yfirmenn stofnana sveitarfélagsins skulu hafa samráð við skrifstofu- og fjármálastjóra þegar til skoðunar er að veita starfsmönnum heimild til að vinna skert starf að læknisráði vegna veikinda eða slysa (hlutaveikindi)".

Grein 12.2.10 Ef starfsmaður að læknisráði og með leyfi forstöðumanns vinnur skert starf vegna slyss eða veikinda, skal miða greiðslu veikindalauna fyrir dagvinnu við það starfshlutfall sem vantar á að hann sinni fullu starfi.

Bæjarráð samþykkir tillögu með 3 atkvæðum.


b. Trúnaðarlæknisþjónusta
Skrifstofu- og fjármálastjóri gerði grein fyrir möguleikum á þjónustu trúnaðarlæknis fyrir sveitarfélagið.
Af þeim tveimur kostum sem kynntir voru, annars vegar frá Vinnuvernd og hins vegar frá Heilsuvernd, samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við Heilsuvernd.
Kannað verði einnig með þá liði í þjónustuframboði Heilsuverndar er snúa að ráðgjöf varðandi veikindi og fjarvistir starfsmanna, heilsuvernd og endurhæfingu.