Bæjarráð Fjallabyggðar

271. fundur 18. september 2012 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 1209053Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneyti dags. 10. september 2012 en þar er auglýsing um byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.

Sótt er um kvóta á grundvelli 10.gr. laga nr.116/2996 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 28. september 2012.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðarkvóta fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð.

2.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1209058Vakta málsnúmer

Tillaga bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar, Grindavíkurbæjar, Snæfellsbæjar og Vestmannaeyjabæjar um stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að gerast aðili að samtökunum og felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Fjallabyggðar á stofnfundi.

3.Trúnaðarmál - skipulag

Málsnúmer 1209065Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

4.Launayfirlit janúar - ágúst 2012

Málsnúmer 1209064Vakta málsnúmer

Launayfirlit fyrir janúar til og með ágúst lagt fram til kynningar.

5.Umræða um hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

Málsnúmer 1209035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 6. september 2012.

Bæjarráð Fjallabyggðar hvetur ríkisstjórn Íslands til að endurskoða hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.

6.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 1202007Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 7. september 2012 lögð fram til kynningar.

7.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2012

Málsnúmer 1203006Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 11. september 2012 lögð fram til kynningar.

8.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra 2012

Málsnúmer 1202010Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 5. september 2012 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.