Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 1209053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 271. fundur - 18.09.2012

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneyti dags. 10. september 2012 en þar er auglýsing um byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2012/2013.

Sótt er um kvóta á grundvelli 10.gr. laga nr.116/2996 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 28. september 2012.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðarkvóta fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 06.11.2012

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað Fjallabyggð byggðakvóta fiskveiðiárið 2012/2013. Í bréfi ráðuneytisins dags. 19.10.2012 kemur fram að Siglufirði er úthlutað 210 þorskígildistonnum en Ólafsfirði 205 tonnum.
Athygli er vakin á breytingum á nokkrum greinum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skulu tillögur þar að lútandi hafa borist ráðuneytinu eigi síðar en 9. nóvember 2012.

Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar á næsta fundi þann 8. nóvember, hvort óskað verði eftir sérstökum úthlutunarskilyrðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 08.11.2012

Bæjarstjóra er falið að rita ráðuneytinu bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn mun staðfesta tillögu bæjarráðs á fundi þann 14.12.2012 um að óska eftir breytingu á 4.gr. og 6.gr. reglugerðar, sjá reglugerð frá 13. júlí 2012 nr. 629 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013.
Verði orðalagi breytt þannig að í stað orðsins byggðarlags í 1. mgr. 4 gr. komi orðið sveitarfélags sem og í 3.mgr. 4.gr. og í 1. mgr. 6. gr. komi orðið sveitarfélagsins í stað byggðarlags.
Til viðbótar 4 gr. komi eftirfarandi:
Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip vegna fiskveiðiársins 2012-2013 í Fjallabyggð skal vera eftirfarandi:
Siglufjörður 50 tonn
Ólafsfjörður 50 tonn

Ofanritað samþykkt samhljóða í bæjarráði.