Bæjarráð Fjallabyggðar

230. fundur 27. september 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011

Málsnúmer 1109047Vakta málsnúmer

Skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir breytingar á tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011.
Bæjarráð samþykkir tillöguna eins og hún liggur fyrir með þeim breytingum sem gerðar hafa verið í samræmi við umræður á fundinum og vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Umsókn um nám samhliða starfi

Málsnúmer 1109114Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsókn starfsmanns félagsþjónustunnar Helgu Helgadóttur um nám samhliða starfi og samþykki félagsmálastjóra þar um.

Fræðslu- og menningarfulltrúa hafa borist upplýsingar um námið og telur umsókn falla undir reglur um starfs- og endurmenntun fyrir starfsmenn Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir umsókn.

3.Fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 1109118Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, um fjárhagslegar stærðir úr ársreikningum sveitarfélaga 2010.

4.Málþing um sjálfbærni í sveitarfélögum

Málsnúmer 1109058Vakta málsnúmer

13. október n.k. verður haldið málþing á Selfossi undir yfirskriftinni, "Sjálfbær sveitarfélög - lífvænlegt umhverfi - félagslegt réttlæti  - ábyrg fjármálastjórn".

5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1109105Vakta málsnúmer

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 12. október í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins verði bæjarstjóri.

6.Boð í tilefni 50 ára afmælis Ólafsfjarðardeildar RKÍ 24. september nk.

Málsnúmer 1109091Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar og skrifstofu- og fjármálastjóri mættu fyrir hönd sveitarfélagsins í afmælisfagnað Ólafsfjarðardeildar Rauða kross Íslands 24. september sl. og færðu deildinni gjafabréf og heillaóskir.

Fundi slitið - kl. 19:00.