Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011

Málsnúmer 1109047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 229. fundur - 20.09.2011

Skrifstofu- og fjármálastjóri og bæjarstjóri kynntu tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011.
Samþykkt að vísa tillögunni til frekari umfjöllunar í bæjarráði í næstu viku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 230. fundur - 27.09.2011

Skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir breytingar á tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011.
Bæjarráð samþykkir tillöguna eins og hún liggur fyrir með þeim breytingum sem gerðar hafa verið í samræmi við umræður á fundinum og vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 05.10.2011

Bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

Niðurstaða tillögu fyrir A- og B- hluta er aukin útgjöld umfram tekjur að upphæð tæpar 32 milljónir.
Upphafsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 11 milljónir, þannig að miðað við þessa tillögu er rekstrarniðurstaða neikvæð upp á 21 milljón.

Breyting

Skatttekjur

20.403

Framlög jöfnunarsjóðs

-24.040

Aðrar tekjur

-50.238

Tekjur samtals

-53.875

Laun og launatengd gjöld

52.605

Annar rekstrarkostnaður

4.236

Afskriftir

194

Gjöld samtals

57.035

Fjármagnsliðir nettó

28.863

Breyting á rekstrarniðurstöðu

32.023


Samþykktir nefnda og ráða, aðrar tillögur.

Samþykktir nefnda og ráða sem hafa fengið staðfestingu bæjarstjórnar á tímabilinu svo og tillögur deildarstjóra og forstöðumanna eru færðar í tillöguform.

Skatttekjur
Heildarlaun einstaklinga sem eru með lögheimili í Fjallabyggð hafa aukist um 140 milljónir á fyrstu 7 mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, sem er hækkun um 4% milli ára, þegar hækkunin á landsvísu er 6,9%
Í tillögu vegna staðgreiðslu er gert ráð fyrir að áhrif kjarasamninga á útsvarstekjur séu 20 milljónir.
Uppgjör útsvars vegna síðasta árs hefur jákvæð áhrif upp á 13 milljónir.
Innbyrgðis leiðrétting er gerð vegna málefna fatlaðra til lækkunar á skatttekjum og til lækkunar á öðrum rekstrarkostnaði félagsþjónustu.

Framlag Jöfnunarsjóðs
Framlag Jöfnunarsjóðs vegna fasteignaskatts er 8 milljónum hærra en gert var ráð fyrir.
Einnig er gert ráð fyrir að sveitarfélagið fái 15 milljónir í íþyngjandi framlag frá Jöfnunarsjóði.
Aðrar breytingar 1 milljón.

Aðrar tekjur
Þær breytingar sem gerðar eru á "Öðrum tekjum" eru helstar:

·         Í félagsþjónustu er gert ráð fyrir framlagi frá samlagi um málefni fatlaðra á móti launabreytingum og húsaleigu upp á 11 milljónir.

·         Í fræðslu- og uppeldismálum er gert ráð fyrir breyttri útfærslu á leikskólagjöldum vegna afslátta, tæpar 2 milljónir sem á sér mótfærslu í öðrum rekstrarkostnaði.

·         Í íþrótta- og æskulýðsmálum er gert ráð fyrir auknum tekjum íþróttamiðstöðva, að upphæð  7 milljónir og hærri millifærslu og opinberu vinnuframlagi vegna vinnuskóla upp á 3 milljónir.

·         Í umhverfismálum er gert ráð fyrir opinberu framlagi upp á 1,5 milljón, á móti vinnu.

·         Í atvinnumálum er fært í áætlun opinbert framlag vegna siglingaverkefnis að upphæð 3 milljónir.

·         Í Eignasjóði er leigutekjur uppfærðar sem nemur 37 milljónum og á sú breyting sér mótfærslu í öðrum rekstrarkostnaði innan eignasjóðs og deildum aðalsjóðs.

·         Í Hafnarsjóði er gert ráð fyrir hærri aflagjöldum og orkusölu að upphæð hátt í 5 milljónum.

·         Í Íbúðasjóði er gert ráð fyrir hærra framlagi frá félagsþjónustu og á sú breyting sér mótfærslu í  öðrum rekstrarkostnaði félagsþjónustu.

·         Í Veitustofnun eru færðar á áætlun tekjur af tækjasölu.

Laun og launatengd gjöld

Samband ísl. sveitarfélaga og viðsemjendur þeirra gengu frá kjarasamningum um mitt ár.
Gerð er tillaga um breytingar á launum sem nemur 39 milljónum.
Innbyrgðis leiðrétting er gerð upp á 3 milljónir, sem kemur til lækkunar á öðrum rekstrarkostnaði.
Auk þess er framlag til lífeyrisskuldbindinga hækkað um 10 milljónir.

Annar rekstrarkostnaður

·         Af heildarbreytingu vegna aðalsjóðs eru 34 milljónir af 39 nettó, vegna hækkunar á stofnanaleigu eignasjóðs.
Aðrar þær breytingar sem ber að geta eru:

·          Í félagsþjónustu er framlag til samlags um málefni fatlaðra leiðrétt á móti skatttekjum sem áður var nefnt, 53 milljónir. Framlag til Íbúðasjóðs hækkar um 4 milljónir, fjárhagsaðstoð hækkar um 2,5 milljónir og önnur húsnæðisleiga hækkar um 5 milljónir.  Þessi málaflokkur er fyrir vikið sá eini sem er með lægri rekstrarkostnað en gert var ráð fyrir í upphafsáætlun.

·         Fyrir utan hækkun á stofnanaleigu eignasjóðs að upphæð 10 milljónir, er í fræðslu- og uppeldismálum  gert ráð fyrir aukningu í skólaakstri tengdum M.Tr., ásamt upphæð vegna þjónustusamninga og kennslutækja.

·         Í menningarmálum er lítils háttar breyting gerð vegna hátíðarhalda og bókasafns fyrir utan stofnanaleigu eignasjóðs.

·         Í íþrótta- og æskulýðsmálum er breyting á stofnanaleigu eignasjóðs að upphæð 14 milljónir og aðrir liðir tengjast framkvæmdastyrkjum golfklúbbanna, niðurgreiðslum æfingargjalda og rekstrarbreytingu vegna umhirðu grasvalla sveitarfélagsins.

·         Í brunamálum og almannavörnum ber hæst stofnanaleiga eignasjóðs að upphæð 3 milljónir.

·         Í Hreinlætismálum er hækkun vegna sorpurðunarsamnings færð í áætlun, tæpar 4 milljónir.

·         Í umferðar- og samgöngumálum er færsla vegna eignasjóðsleigu tæpar 7 milljónir.
 Aðrar færslur tengjast helst eigin snjómokstri fyrstu tvo mánuði ársins.

·         Í umhverfismálum er hækkuð innri millifærsla vegna sumarfólks.

·         Í atvinnumálum er fært í áætlun kostnaður vegna tjaldsvæða á móti lækkun á framlögum.

·          Í sameiginlegum kostnaði er stofnanaleiga eignasjóðs 1,5 milljón hærri og auglýsingarkostnaðar vegna kynningar sveitarfélagsins er hækkaður um 1 milljón.

·         Í eignasjóði eru færslur tengdar vátryggingum, fasteignagjöldum og vinnu eigin starfsmanna.

·         Í Hafnarsjóði er sett í áætlun viðbótarframlag í lífeyrissjóð og upphæðir vegna þátttöku í sameiginlegum kostnaði, ráðstefnu og  aukið viðhald.

·         Í Veitustofnun er áætlun hækkuð vegna véla og verkfæraleigu.

Fjármagnsliðir

Greiningardeildir bankanna og Seðlabanki gera ráð fyrir ársverðbólgu á bilinu 5-7%.
Í upphafsáætlun var gert ráð fyrir 2%.
Í tillögu nú er gert ráð fyrir 5,25%.
Breyting fjármagnsliða í tillögu er 29 milljónir nettó.

Framkvæmdir
Í breytingartillögu er gert ráð fyrir hækkun á framkvæmdaliðum að upphæð 88 milljónir.
Einnig er gert ráð fyrir eignasölu upp á 34 milljónir.

Sjóðstreymi
Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti er handbært fé frá rekstri jákvætt um 149 milljónir.
Fjárfestingarhreyfingar 151 milljón nettó.
Fjármögnunarhreyfingar upp á 79 milljónir.
Handbært fé í upphafi árs er 270 milljónir, en verður í árslok 190 milljónir.

Rauntölur ársins 2010 eru nú til grundvallar í áætlanagerð.

Íbúafjöldi
Í upphafsáætlun var gert ráð fyrir 2000 íbúum, en 3. október eru þeir 2041.

Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.