Bæjarráð Fjallabyggðar

201. fundur 08. febrúar 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Sala véla og tækja þjónustumiðstöðvar

Málsnúmer 1102017Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar og kynnti þau sjö tilboð sem bárust í vélar og tæki þjónustumiðstöðvar.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi tilboðum :

Bás ehf í Komatsu WA 80-3 1996 að upphæð kr. 4.050.000.
Smári ehf í JCB-grafa 2007 að upphæð kr. 8.050.000.

Árni Helgason ehf í Case maxum 7250 1999 og stóran sturtuvagn að upphæð kr. 5.400.000.

Gunnar Steingrímsson í Steyr dráttarvél typ 570 1995 kr. 605.000.
Öll verð eru án virðisaukaskatts.

2.Fólksflutningabíll

Málsnúmer 1102008Vakta málsnúmer

Þar sem framlenging á rekstrarleigu er ekki í boði hjá Heklu, hefur fyrirtækið óskað eftir því að tekin verði afstaða til þess hvort sveitarfélagið vilji kaupa bílinn YL-131 sem er Volkswagen Transporter árgerð 2005.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofu- og fjármálastjóra að kanna með kaup á bílnum miðað við þær verðhugmyndir sem til umfjöllunar voru.

3.Leiguíbúðir Fjallabyggðar, íbúðir auglýstar til sölu

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

50. fundur félagsmálanefndar lagði til við bæjarstjórn að allt að 17 íbúðir, yrðu settar á söluskrá. Jafnframt lagði félagsmálanefnd til að núverandi íbúum yrði boðin forkaupsréttur að íbúðunum.
59. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessu máli til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
52. fundur félagsmálanefndar ítrekar við bæjarráð að þeirra tillaga hafi verið um ákveðnar íbúðir.
Skrifstofu- og fjármálastjóri gerði grein fyrir könnun meðal leigjenda um forkaupsrétt á leiguíbúðum í eigu Fjallabyggðar og
lagði fram samantekt af niðurstöðu könnunarinnar.

Bæjarráð samþykkir að eftirtaldar íbúðir verði settar á söluskrá á árinu 2011.

Ólafsvegur 28 Ólafsfirði íbúð 103
Ólafsvegur 28 Ólafsfirði íbúð 104
Ólafsvegur 28 Ólafsfirði íbúð 203
Ólafsvegur 30 Ólafsfirði íbúð 102
Ólafsvegur 30 Ólafsfirði íbúð 201
Ólafsvegur 30 Ólafsfirði íbúð 202
Hafnargata 24 Siglufirði
Aðalgata 52 Ólafsfirði
Bylgjubyggð 55 Ólafsfirði
Bylgjubyggð 49 Ólafsfirði
Bylgjubyggð 63 Ólafsfirði
Ægisgata 26 Ólafsfirði
Ægisgata 32 Ólafsfirði
Laugarvegur 37 Siglufirði íbúð 102
Laugarvegur 39 Siglufirði íbúð 101
Laugarvegur 39 Siglufirði íbúð 201

Jafnframt samþykkir bæjarráð að núverandi íbúum verði boðin forkaupsréttur að íbúðunum.
Skrifstofu- og fjármálastjóra falið að gera samning við fasteignasala um mat á íbúðunum og leggja í framhaldi tillögu fyrir bæjarráð um tímasetningar og framkvæmd sölu.

4.Afskriftir krafna

Málsnúmer 1102019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Ólafur H. Marteinsson af fundi.
Fyrir liggur tillaga skrifstofu- og fjármálastjóra um endanlega afskrift krafna, sem taldar eru tapaðar og að frekari innheimtuaðgerðir muni ekki bera árangur.
Kröfurnar eru að upphæð 16.927.066 og hafa verið afskrifaðar í ársreikningum fyrri ára með varúðarafskrift.
Afskriftin hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu ársins 2010.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.

5.Fasteignaskattur - álagningarflokkur hesthúsa

Málsnúmer 1102018Vakta málsnúmer

Þann 12. janúar sl. kvað Yfirfasteignamatsnefnd upp úrskurð í máli þar sem kærð var álagning fasteignaskatts á hesthús í Sveitarfélaginu Árborg. Nefndin úrskurðaði sveitarfélaginu í vil og komst að þeirri niðurstöðu að hesthús í þéttbýli beri að skattleggja skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Bæjarráð samþykkir að álagning fasteignaskatts á hesthús á árinu 2011 verði eins og gert var ráð fyrir í áætlun ársins, en taki breytingu á næsta ári.

6.Fundargerð 783. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. janúar 2011

Málsnúmer 1102010Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.