Fasteignaskattur - álagningarflokkur hesthúsa

Málsnúmer 1102018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 201. fundur - 08.02.2011

Þann 12. janúar sl. kvað Yfirfasteignamatsnefnd upp úrskurð í máli þar sem kærð var álagning fasteignaskatts á hesthús í Sveitarfélaginu Árborg. Nefndin úrskurðaði sveitarfélaginu í vil og komst að þeirri niðurstöðu að hesthús í þéttbýli beri að skattleggja skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Bæjarráð samþykkir að álagning fasteignaskatts á hesthús á árinu 2011 verði eins og gert var ráð fyrir í áætlun ársins, en taki breytingu á næsta ári.