Bæjarráð Fjallabyggðar

198. fundur 14. janúar 2011 kl. 13:00 - 13:30 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011

Málsnúmer 1009179Vakta málsnúmer

59. fundur bæjarstjórnar samþykkti samhljóða að vísa þessum dagskrárlið til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Í bréfi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er eftirfarandir úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011 tilkynnt:
Siglufjörður 150 þorskígildistonn,
Ólafsfjörður 58 þorskígildistonn.

Einnig kemur þar fram að vilji sveitarfélagið leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta, skal skila inn tillögum þar að lútandi eigi síðar en 18. janúar 2011.
Bæjarráð tekur undir áherslur ráðuneytisins sem leggur ríka áherslu á að byggðakvóta sé landað til vinnslu innan viðkomandi byggðarlags/sveitarfélags.

Bæjarráð fagnar þeirri breytingu sem tekin hefur verið inn í reglugerðina þar sem nú segir;
"Með vinnslu á bolfiski skv. 1. mgr. er átt við flökun, flatningu og eða herslu". 

Bæjarráð telur best að halda sig að mestu leyti við þær reglur sem voru í gildi við síðustu úthlutun. Þó með breytingum hvað varðar hámark og vinnslu afla.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu að sérúthlutunarreglum fyrir Fjallabyggð vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011.

1.   Að  ekkert fiskiskip hljóti meiri afla en 50 þorskígildislestir á Siglufirði og  40 þorskígildislestir í Ólafsfirði.

2.   Að í stað orðalagsins "hlutaðeigandi byggðarlaga" í upphafi 6. greinar reglugerðar nr. 82/2010 komi "sveitarfélagsins".  Greinin orðist því þannig breytt: "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags þ.e. Fjallabyggðar afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt skv. vigtunar- og ráðstöfunarskýrslum sem borist hafa Fiskistofu".

Rök fyrir ofangreindum tillögum eru þessi:
1. Fiskveiðiárið 2009/2010 tókst ekki að úthluta byggðakvóta í Ólafsfirði miðað við 25 tonna hámark með þeim afleiðingum að  hluti byggðakvótans var ekki veiddur.Hækkun hámarksins er hugsuð til að minnka líkur á að þetta gerist aftur og tryggja jafnari skiptingu. Jafnframt teljum við að breytingin muni flýta fyrir úthlutun.

2. Tillaga þessi hefur áður hlotið samþykki vegna fyrri fiskveiðiára. Þar sem fáir vinnsluaðilar eru í hvoru byggðarlagi er fákeppni á kaupendamarkaði. Með því að horfa til sveitarfélagsins alls í stað byggðarlaga er opnað á samkeppni milli kaupenda og möguleikar útgerðaaðila á sölu auknir.

2.Beiðni um undanþágu frá 4. gr varðandi úthlutun byggðakvóta 2010/2011

Málsnúmer 1101075Vakta málsnúmer

Útgerðaraðilar Akrabergs SI-90 og Petru SI-18 hafa óskað eftir því að sveitarfélagið mæli með að þeir fái undanþágu frá 4. gr reglugerðar varðandi úthlutun þar sem þeirra bátar voru skráðir annars staðar á viðmiðunartímabilinu.
Þá lönduðu, Akraberg 391 tonni og Petra 200 tonnum á Siglufirði.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við þessari beiðni og vísar í reglugerð ráðuneytisins.

Fundi slitið - kl. 13:30.