Beiðni um undanþágu frá 4. gr varðandi úthlutun byggðakvóta 2010/2011

Málsnúmer 1101075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 198. fundur - 14.01.2011

Útgerðaraðilar Akrabergs SI-90 og Petru SI-18 hafa óskað eftir því að sveitarfélagið mæli með að þeir fái undanþágu frá 4. gr reglugerðar varðandi úthlutun þar sem þeirra bátar voru skráðir annars staðar á viðmiðunartímabilinu.
Þá lönduðu, Akraberg 391 tonni og Petra 200 tonnum á Siglufirði.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við þessari beiðni og vísar í reglugerð ráðuneytisins.