Bæjarráð Fjallabyggðar

187. fundur 19. október 2010 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamoksturs vegum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1010011Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við Vegagerðina um framkvæmd vetrarþjónustu 2010 fyrir Ólafsfjarðarveg að Bakka, Kleifarveg að Ártúni og Skíðaveg.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

2.Beiðni um styrk

Málsnúmer 1010017Vakta málsnúmer

Í erindi Evu Sigurðardóttur, óskar hún eftir styrk upp í fararkostnað sinn, vegna þátttöku ungmennalandsliðs Íslands í blaki 17 ára og yngri í Norðurlandamóti landsliða, í Danmörku.
Bæjarráð samþykkir 25 þúsund kr. styrk og óskar henni góðs gengis.

3.Fyrirspurn til bæjarstjórnar um kaup á lóðinni Hávegi 43 Siglufirði

Málsnúmer 1010047Vakta málsnúmer

Borist hefur fyrirspurn frá Maríu Lillý Ragnarsdóttur um vilja sveitarfélagsins til kaupa á lóðarréttindum Hávegar 43 Siglufirði, þar sem varnargarður er nálægt umræddri lóð.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis, þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

4.Húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1004069Vakta málsnúmer

Skipan starfshóps

Í tengslum við framtíðarskipulag fræðslumála, þar sem gert er ráð fyrir að Grunnskóli Fjallabyggðar sé kominn í tvö hús árið 2012, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur til að ræða um byggingarframkvæmdir skólamannvirkja á vegum Fjallabyggðar.
Vinnuhópinn skipi: Sigurður Valur Ásbjarnarson, Ingvar Erlingsson og Helga Helgadóttir.

 

Vinnuhópurinn kallar síðan skólastjórnendur og aðra hagsmunaaðila til fundar við nefndina.
Einnig mun vinnuhópurinn velja einn aðila til að útfæra og vinna tillögu með nefndinni.

5.Starf deildarstjóra tæknideildar

Málsnúmer 1010069Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram beiðni um að fá að auglýsa eftir starfsmanni í starf deildarstjóra tæknideildar.
Bæjarráð samþykkir erindið.

6.Bótakrafa vegna flugskýlis

Málsnúmer 1010006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bótakrafa Hjartar Þórs Haukssonar gegn sveitarfélaginu vegna flugskýlis á flugvellinum á Ólafsfirði.

7.Ágóðahlutagreiðsla 2010

Málsnúmer 1010054Vakta málsnúmer

Ágóðahlutagreiðsla Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, til Fjallabyggðar sem aðildarsveitarfélags vegna ársins 2010 er 7,4 milljónir.

8.Launayfirlit janúar - september

Málsnúmer 1010044Vakta málsnúmer

Skrifstofu og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar um launakostnað frá 01.01.2010 til 30.09.2010.
Fram kom að heildarlaunakostnaður þessa tímabils er um 73% af áætluðum launakostnaði ársins.

9.Leikskólaganga barna og vanskil foreldra

Málsnúmer 1010043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ábending Umboðsmanns barna, þar sem sveitarfélög eru hvött til að koma til móts við fjölskyldur í fjárhagsvanda og tryggja öllum börnum tækifæri til að ganga í leikskóla óháð efnahag foreldra sbr. 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

10.Málþing um stöðu fámennra byggða

Málsnúmer 1010051Vakta málsnúmer

Málþing um stöðu fámennra byggða verður haldið að Ketilási í Fljótum 31. október n.k.

11.Samningur um landfræðilega kortasjá

Málsnúmer 1010046Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um landfræðilega kortasjá, milli annars vegar Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar og hins vegar Loftmynda ehf.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

12.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010

Málsnúmer 1009199Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar áhrif næsta árs reglna á úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

13.Yfirlit yfir stöðu mála - október

Málsnúmer 1010068Vakta málsnúmer

Punktar frá deildarstjórum og forstöðumönnum

Bæjarstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli, skilgreiningu á hlutverkum og tímasetningu verkþátta fyrir árið 2011.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Einnig voru lagðir fram minnispunktar frá deildarstjórum og forstöðumönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.