Fyrirspurn til bæjarstjórnar um kaup á lóðinni Hávegi 43 Siglufirði

Málsnúmer 1010047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 187. fundur - 19.10.2010

Borist hefur fyrirspurn frá Maríu Lillý Ragnarsdóttur um vilja sveitarfélagsins til kaupa á lóðarréttindum Hávegar 43 Siglufirði, þar sem varnargarður er nálægt umræddri lóð.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis, þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 196. fundur - 20.12.2010

Tekið til afgreiðslu erindi er var frestað á 187. fundi bæjarráðs. Lóðarhafar að Hávegi 43, Siglufirði vilja kanna hvort sveitarfélagið sé tilbúið til kaupa á lóðarréttindum Hávegar 43 Siglufirði, þar sem varnargarður er nálægt umræddri lóð.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til kaupa á umræddum lóðarréttindum.