Bæjarráð Fjallabyggðar

779. fundur 21. febrúar 2023 kl. 08:15 - 09:24 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Húsnæðisáætlun 2023

Málsnúmer 2301046Vakta málsnúmer

Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2023 lögð fram til kynningar. Áætlunin var unnin á samræmdu formi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að koma ábendingum bæjarráðs um að taka þurfi tillit til mikils fjölda frístundahúsa í sveitarfélaginu þegar kemur að áætluninni.

2.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Á 121. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 13. febrúar síðastliðinn óskaði nefndin eftir að athugasemdir og áhyggjur sem henni hafði borist í tölvupósti frá kennurum Grunnskóla Fjallabyggðar, við Tjarnarstíg Ólafsfirði, varðandi flutning skólastarfs 5. bekkjar yfir í starfsstöðina í Ólafsfirði áður en viðbygging væri tilbúin, yrði komið á framfæri við bæjarráð.
Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála mætti á fund bæjarráðs ásamt Erlu Gunnlaugsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans fyrir góðar umræður á fundinum. Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Innleiðing á OneLandRobot

Málsnúmer 2302047Vakta málsnúmer

Lagður fram útfærður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023. Í viðaukanum er gert ráð fyrir kaupum og innleiðingu á OneLandRobot, sem er ný útgáfa hugbúnaðarlausnar frá One sem vinnur alfarið á rafrænum samskiptum milli viðkomandi sveitarfélags og umsækjenda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Með viðaukanum eru fjárheimildir mfl./deild 09510-4346 (Hugbúnaðarleiga) auknar um kr. 2.100.000 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Geislatæki á Hvanneyrarlind

Málsnúmer 2302039Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna verkefnisins "Geislatæki á Hvanneyrarlind".
Einnig lagður fram útfærður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2023, þar sem fjárheimildir verkefnisins á fjárfestingaáætlun 2023 eru auknar um kr. 2.500.000.
Fjárfestingin verður eignfærð og mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Undirbúningur framkvæmda á malarvelli

Málsnúmer 2302046Vakta málsnúmer

Skýrsla EFLU um jarðkönnun sem gerð var 30. janúar sl. lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra falið að koma niðurstöðum skýrslunnar til aðila er málið varðar.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2302042Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

7.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2302035Vakta málsnúmer

Auglýsing Lánasjóðs sveitarfélaga eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarfulltrúar hvattir til þess að bjóða sig fram.

8.Frekari undirbúningar að Líforkuveri - viljayfirlýsing

Málsnúmer 2109046Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku Fjallabyggðar í verkefninu. Bæjarstjóra falið að undirrita viljayfirlýsinguna f.h. sveitarfélagsins.

9.Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 2111026Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Svæðisáætlunartillagan verður auglýst í Lögbirtingablaðinu og í einum eða fleiri fjölmiðlum sem ætla má að nái til almennings á svæðinu. Tillagan verður gerð aðgengileg á vefsíðum SSNV og SSNE, á vefsíðu Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Environice. Þess er jafnframt óskað að sveitarfélögin á Norðurlandi birti tillöguna á vefsíðum sínum. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 31. mars nk. og verður tekið við slíku á stefan@environice.is.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Sveitarfélagið mun vekja athygli á málinu á heimasíðu sinni.

10.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 121. fundar fræðslu- og frístundanefndar og 25. fundar stýrihóps heilsueflandi samfélags lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:24.