Bæjarráð Fjallabyggðar

180. fundur 17. ágúst 2010 kl. 17:00 - 19:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Beiðni um fund til að ræða eignarhald

Málsnúmer 1008055Vakta málsnúmer




Félag eldri borgara, Ólafsfirði óskar eftir fundi um eignarhald á Húsi eldri borgara við Bylgjubyggð 2 Ólafsfirði.


Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fundar með Félagi eldri borgara, Ólafsfirði.

2.Nám samhliða starfi

Málsnúmer 1008026Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi óskar eftir því að fá að sækja nám í vetur samhliða starfi.
Bæjarráð samþykkir erindið.

3.Tækjakaup vegna þjónustu við Héðinsfjarðargöng

Málsnúmer 1008019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tillaga slökkviliðsstjóra að ráðstöfun framlags Vegagerðarinnar vegna tækjakaupa.

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.

4.Skólasetning Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1008056Vakta málsnúmer

Laugardaginn 21. ágúst verður Menntaskólinn á Tröllaskaga settur í fyrsta sinn.

Forseti bæjarstjórnar mun verða fulltrúi sveitarfélagsins við athöfnina.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að sækja setningarathöfnina.

5.Rekstrarupplýsingar janúar - júní 2010

Málsnúmer 1008038Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar rekstrarupplýsingar sveitarfélagsins, fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2010.

6.18. ársþing SSNV

Málsnúmer 1008063Vakta málsnúmer









18. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, verður haldið  á Blönduósi 27. - 28. ágúst.
Fyrir bæjarráði liggur dagskrá þingsins ásamt fjárhagsáætlun SSNV um málefni fatlaðra 2011, og drög að samstarfssamningi um byggðasamlag vegna málefna fatlaðra.
Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs, félagsmálastjóri og upplýsti um stöðu viðræðna vegna málefna fatlaðra.


Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita álits Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi drög að samstarfssamningi fyrir byggðasamlagið með tilliti til stjórnsýslulaga.

7.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 5. ágúst 2010

Málsnúmer 1006010FVakta málsnúmer

  • 7.1 1006068 Formreglur stjórnsýslunnar
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 39 Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 39. fundar staðfest í bæjarráði með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • 7.2 1006074 Drengskaparheit um þagnarskyldu
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 39 Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 39. fundar staðfest í bæjarráði með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • 7.3 0912021 Útdeiling fjármagns á vegum UÍF - Skiptaregla.
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 39 Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 39. fundar staðfest í bæjarráði með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • 7.4 1007079 Rennibraut við sundlaugina í Ólafsfirði
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 39 Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 39. fundar staðfest í bæjarráði tveimur atkvæðum. Helga Helgadóttir sat hjá.</DIV></DIV>

Fundi slitið - kl. 19:00.