Tækjakaup vegna þjónustu við Héðinsfjarðargöng

Málsnúmer 1008019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 179. fundur - 10.08.2010

Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins dags. 4. ágúst 2010.
Vegagerðin mun styrkja Fjallabyggð um 14 milljónir til tækjakaupa vegna þjónustu við Héðinsfjarðargöng og lítur svo á að þar með sé slökkviliðið í stakk búið til að sinna skildum sínum samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum.

Bæjarráð telur rétt að kalla eftir upplýsingum frá slökkviliðsstjóra um fyrirhuguð kaup á tveimur tankbílum, tækjum og búnaði til að takast á við nýjar skyldur slökkviliðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 180. fundur - 17.08.2010

Fyrir bæjarráði liggur tillaga slökkviliðsstjóra að ráðstöfun framlags Vegagerðarinnar vegna tækjakaupa.

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.