Bæjarráð Fjallabyggðar

763. fundur 18. október 2022 kl. 08:15 - 08:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.

Málsnúmer 2204013Vakta málsnúmer

Á 738. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 22.4.2022 var lagt fyrir erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) er varðar ósk félagsins um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði sem til fellur vegna æfinga meistaraflokks utan sveitarfélagsins. Erindinu var vísað til bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til úrvinnslu.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir vinnuskjölin og vísar beiðni KF til gerðar fjárhagsáætlunar.

2.Vatnsveita Fjallabyggðar - Ástand vatnsbóla

Málsnúmer 2209047Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um ástand vatnsbóla í Fjallabyggð.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir minnisblað og kostnaðaráætlun. Bæjarráð óskar eftir því að verkefnið verði fullhannað á árinu 2022 og komi inn á framkvæmdaáætlun 2023.

3.Áætlun um loftgæði 2022-2033

Málsnúmer 2210031Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Umhverfisstofnunar til kynningar á drögum að áætlun um loftgæði 2022-2033.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2022

Málsnúmer 2210032Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Innviðaráðuneytisins til kynningar á minnardegi um fórnarlömb umferðarslysa 2022, sem haldinn verður 20. nóvember 2022. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður óvörðum vegfarendum. Í tengslum við þá áherslu og öryggi þessara vegfarendahópa verða viðtöl og reynslusögur sagðar í fjölmiðlum dagana fyrir minningardaginn.

Á minningardaginn sjálfan munu viðbragðsaðilar um land allt standa fyrir táknrænum minningarathöfnum og annast félagar í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg skipulag og framkvæmd.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 2210026Vakta málsnúmer

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2022 og 2023. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 7,7% á milli ára 2022 og 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2210029Vakta málsnúmer

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að halda skuli aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 11. nóvember nk. Ef sveitarfélög hafi áhuga á að ganga í Samtök orkusveitarfélaga þarf að senda erindi þess efnis til stjórnar samtakanna þannig að hægt sé að taka erindið fyrir á aðalfundi sbr. samþykktirnar 11. nóvember en þann dag klukkan 13:00 verður aðalfundur samtakanna haldinn í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Boð um þátttöku í samráði - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði

Málsnúmer 2210030Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 188/2022 - „Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði -lykilþættir“. Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.
Einnig hefur velferðarnefnd Alþingis sent til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.

Þess er óskað að undirritaðar umsagnir berist eigi síðar en 27. október nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:55.