Bæjarráð Fjallabyggðar

747. fundur 21. júní 2022 kl. 12:15 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður, A-lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda-, og menningarmála

1.Ráðning í stöðu deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála

Málsnúmer 2206050Vakta málsnúmer

Staða deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð var auglýst til umsóknar þann 06.05.2022. Alls bárust fjórar umsóknir um starfið. Tekin voru viðtöl við þrjá umsækjendur. Mögnum ráðningar sáu um ráðningarferlið og fyrir liggur greinargerð ráðgjafa þar sem lagt er til að Bragi Freyr Kristbjörnsson verði ráðinn í stöðuna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 13:00.