Bæjarráð Fjallabyggðar

172. fundur 02. júní 2010 kl. 11:00 - 13:30 í fundarherbergi syðra á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Bæjarráð varaformaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Egill Rögnvaldsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Trúnaðarmál - bætur

Málsnúmer 1005159Vakta málsnúmer

Hermann Einarsson vék af fundi og í símasambandi í hans stað var Helga Jónsdóttir. 
Um afgreiðslu þessa liðar vísast í trúnaðarbók.

2.Íslandsmót í motocross 5. júní 2010

Málsnúmer 1005151Vakta málsnúmer

Vélsleðafélag Ólafsfjarðar óskar eftir því að fá að halda íslandsmót í motocross í mótocrossbrautinni vestan óss í Ólafsfirði, 5. júní n.k.
Bæjarráð staðfestir útgefið leyfi.

3.Ráðning verkstjóra í þjónustumiðstöð

Málsnúmer 1004045Vakta málsnúmer

Á 170. fundi bæjarráðs, var samþykkt að ráða Gísla Kristinsson í starf verkstjóra Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar.
Gísli Kristinsson hefur nú afþakkað boð um starfið.

Í ljósi þess að Gísli Kristinsson afþakkaði ráðningu í starf verkstjóra í Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, leggur bæjarráð til að ráðningu verkstjóra verði frestað um óákveðinn tíma.
Jafnframt verði óskað eftir því að núverandi verkstjórar starfi áfram þar til annað verður ákveðið.
Þá verði beðið með uppsagnir og ráðningar í aðrar stöður þar til nýr verkstjóri hefur verið ráðinn.
Bæjarráð hvetur nýja bæjarstjórn til að hraða málinu eins og kostur er.

4.Aðalfundur Aladín ehf 9. júní 2010

Málsnúmer 1005163Vakta málsnúmer

Fyrir liggur aðalfundarboð frá Aladín ehf.

Bæjarstjóra falið að sækja fundinn.

5.Leiga húsnæðis til Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1003140Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að húsaleigusamningi og minnispunktar frá fundi bæjarstjóra með starfsmanni mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Ráðuneytið er tilbúið að semja um leigu á Gagnfræðaskólanum eins og hann er í dag, að frádregnu því húsnæði sem Grunnskóli Fjallabyggðar þarf fyrir list- og verkgreinastofur og salernisaðstöðu.

Í ljósi nýrra upplýsinga um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga er bæjarstjóra falið að halda áfram með málið.

6.Garðsláttur sumarið 2010 - Gjaldskrá

Málsnúmer 0909006Vakta málsnúmer

Vinnuskóli og þjónustumiðstöð Fjallabyggðar hefur boðið ellilífeyrisþegum og öryrkjum upp á garðslátt í heimagörðum.

Bæjarráð samþykkir að gjald fyrir garðslátt, sumarið 2010 á litlum lóðum verði kr. 2.000 og fyrir stærri lóðir kr. 2.300.

7.Fundargerð 126. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra

Málsnúmer 1005147Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 20. maí 2010

Málsnúmer 1005149Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Hornbrekka Ólafsfirði - Ársreikningur og Endurskoðunarskýrsla 2009

Málsnúmer 1005156Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:30.