Bæjarráð Fjallabyggðar

663. fundur 11. ágúst 2020 kl. 08:15 - 09:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2020

Málsnúmer 2001113Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til júlí. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 101.437.349. eða 97,93% af tímabilsáætlun.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2001014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka 1 til 23 við fjárhagsáætlun 2020. Heildar áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2020 er kr. 81.187.984 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuskjal við viðauka 1 til 23 við fjárhagsáætlun 2020.

3.Beiðni um fund með bæjarráði

Málsnúmer 2007036Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti stjórn félags eldri borgara í Ólafsfirði, Svava Jóhannsdóttir, Einar Þórarinsson og Ásdís Pálmadóttir til að ræða málefni húss eldri borgara í Ólafsfirði.

4.Umsókn um rekstrarleyfi - Kaffi Klara ehf v. gistihúss

Málsnúmer 2007043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 29. júlí 2020 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Idu M Semey, fh. Kaffi Klöru, kt. 631293-2984, Strandgötu 2, Ólafsfirði um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. Flokkur II - Gististaður án veitinga.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

5.Fótboltagolfvöllur

Málsnúmer 2008004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar, dags. 07.08.2020 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir því að setja niður 6-7 holu fótboltagolfvöll á túni við Tjarnarstíg og inn á íþróttasvæði KF og hluta lóðar MTR, að höfðu samráði við stjórn KF og skólameistara MTR. Eða á svæðið norðan Ólafsvegar „Frímerkið“.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi staðsetningu.

6.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 37. fundur
Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar Undirkjörstjórnar í Ólafsfirði frá 26. júní sl.

Fundi slitið - kl. 09:45.