Bæjarráð Fjallabyggðar

547. fundur 15. mars 2018 kl. 12:00 - 12:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Almenn atkvæðagreiðsla um Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1705075Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða að íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fari fram þann 14. apríl 2018.


Spurt verður:

"Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.

Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný."

Íbúakosningin lýtur sveitarstjórnarlögum nr.138/2011 og verður staðarkosning í tveimur kjördeildum,
Ráðhúsi Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga.


Fundi slitið - kl. 12:30.