Samningur um Barnaverndarþjónustu á Mið - Norðurlandi

Málsnúmer 2301022

Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 03.09.2025

Uppsögn á samstarfi vegna Barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Velferðarnefnd beinir því til bæjarstjórnar að segja upp samningi um Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands þar sem fyrirhugað er að ganga til samninga við Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.

Velferðarnefnd þakkar Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands fyrir samstarfið.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 261. fundur - 04.09.2025

Á fundi Velferðarnefndar Fjallabyggðar þann 3.september beindi nefndin því til bæjarstjórnar að segja upp samningi um Barnaverndarþjónustu Mið-norðurlands þar sem fyrirhugað er að ganga til samninga við Barnaverndarþjónustu Norðurlands-eystra.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir með 7 atkvæðum tillögu Velferðarnefndar Fjallabyggðar um uppsögn á samningi um barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að tilkynna um uppsögn samnings.