Skálarhlíð - utanhúsviðhald

Málsnúmer 2203083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31.03.2022

Formaður bæjarráðs leggur til að unnin verði alhliða úttekt á viðhaldsþörf á ytra byrði Skálarhlíðar, úttektin skal innihalda sundurliðað mat á kostnaði við úrbætur og vera lögð fyrir bæjarráð eigi síðar en 14. apríl n.k
Vísað til umsagnar og afgreiðslu bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu formanns og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna úttektina í samræmi við ofangreint.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 738. fundur - 22.04.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 12. apríl 2022 er varðar mat á viðhaldsþörf utanhúss á Skálarhlíð og áætluðum kostnaði. Minnisblaðið er unnið að tillögu formanns bæjarráðs þar um á 736. fundi bæjarráðs. Í minnisblaðinu kemur fram að umtalsverð þörf sé á viðhaldi eignarinnar og að áætlaður kostnaður vegna þess sé tæpar 40 millj.kr.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna útboðsgögn vegna verkefnisins og setja verkefnið á viðhaldsáætlun komandi árs.