Lýsingar við stofnanir Fjallabyggðar

Málsnúmer 2203018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 733. fundur - 10.03.2022

Á 732. fundi bæjarráðs fór fram umræða utan dagskrár um ástand lýsinga við stofnanir sveitarfélagsins, mál þetta er sett á dagskrá í kjölfar þeirrar umræðu.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að taka saman upplýsingar um stöðu útilýsinga við stofnanir sveitarfélagsins og leggja niðurstöðu ásamt tillögum að úrbótum fyrir bæjarráð.
Úttekt skal unnin í nánu samstarfi við forstöðumenn stofnana og skulu tillögur að úrbótum vera umfangs- og kostnaðarmetnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31.03.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra dags. 21. mars 2022 er varðar útilýsingu við stofnanir Fjallabyggðar en bæjarráð óskaði eftir minnisblaðinu á 733. fundi ráðsins. Í framlögðu minnisblaði kemur fram að þörf sé úrbóta við nokkrar stofnanir og er áætlaður kostnaður vegna þeirra nemi 4 millj.kr.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að ráðist verði í þær úrbætur á lýsingu við stofnanir Fjallabyggðar sem reifaðar eru í framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.