Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14. október.

Málsnúmer 2110007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 206. fundur - 10.11.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 2, 7 og 8.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 3.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 10.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14. október. Um leið og bæjarráð þakkar svör ofanflóðanefndar og Veðurstofu þá vill ráðið beina því til ofanflóðanefndar að hraðað verði endurskoðun hættumats og af því leiðandi hugsanlegum framkvæmdum. Sveitarfélagið telur ekki ásættanlegt að áætlun Veðurstofu Íslands geri ráð fyrir því að endurskoðað hættumat verði lagt fram 2022 enda má af því draga þá ályktun að ekki verði farið í framkvæmdir fyrr en eftir nokkur ár. Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og felur bæjastjóra úrvinnslu málsins.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14. október. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar umsóknir og felur markaðs- og menningarfulltrúa að ljúka frágangi þeirra og senda til Uppbyggingarsjóðs ferðamannastaða. Einnig samþykkir bæjarráð að gert verði ráð fyrir 8,2 millj.kr. framlagi sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2022 með þeim fyrirvara að styrkur fáist. Einnig felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita áskylda viljayfirlýsingu sveitarfélagsins sem fylgja þarf umsókn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14. október. Bæjarráð þakkar erindið og tekur jákvætt í þau verkefni sem þar er lýst enda um þarft mál að ræða og mikilvægt. Einnig samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að kostnaði vegna verkefnisins verði fundinn staður í fjárhagsáætlun 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu bæjarráðs.