Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30. september 2021.

Málsnúmer 2109013F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 205. fundur - 13.10.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 14 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 5, og 11.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir undir lið 1, 9 og 10.
Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 9 og 10.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30. september 2021. Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 23/2021 sem ekki hreyfir handbært fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísar til afgreiðslu og umfjöllunar bæjarstjórnar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30. september 2021. Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .11 2109046 Líforkuver
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 711. fundur - 30. september 2021. Bæjarráð samþykkir að leggja kr. 774.000 til gerðar hagkvæmnismats en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.
    Bæjarráð skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við þessa hagkvæmnisathugun ætti því að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi einnig, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu.
    Að síðustu beinir bæjarráð því til bæjarstjórnar að samþykkt verði að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hlut Fjallabyggðar í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.
    Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.